is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18307

Titill: 
  • Gips og spelkur sem meðferð við hásinaslitum: Áhrif á hreyfiferla í hnjám og mjöðmum í stöðufasa göngu heilbrigðra einstaklinga.
  • Titill er á ensku Cast and walker boots as treatment for Achilles tendon rupture: Effect on range of motion in knees and hips during stance phase of gait in healthy individuals
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hásinin er mynduð úr samruna sina kálfatvíhöfða og sólvöðva og er ein sterkasta sin líkamans. Hásinaslit eru algeng vandamál og eru það einkum karlmenn, komnir yfir miðjan aldur, sem slíta hásin. Flest hásinaslit eiga sér stað við iðkun tómstundaíþrótta og verða helst við harkalega ristarbeygju. Sinin er ýmist lagfærð með aðgerð eða látin gróa saman á náttúrulegan hátt en ávallt er ökklanum haldið hreyfingarlausum með gipsi eða spelku í nokkrar vikur á meðan sinin grær. Gips og spelkur geta haft margvísleg áhrif á líkamsbeitingu og göngulag vegna takmörkunar á hreyfingum og tilbúinnar mislengdar ganglima.
    Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka áhrif gips, Rebound® Air Walker og Rebound® Air Walker Low Top ökklaspelkna frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri á hreyfiútslög í þykktarskurðarplani í hnjám og mjöðmum við upphaf stöðufasa göngu.
    Þátttakendur voru sjö talsins. Göngulag þeirra var myndað með ekkert inngrip, gips, háa og lága spelku á hægra fæti og hreyfiferlar í hnjám og mjöðmum fundnir. Fjölþátta dreifnigreining var notuð við tölfræðilega úrvinnslu.
    Niðurstöður okkar sýndu minnkað hreyfiútslag í hægra hné við eðlilega göngu og við göngu með gips og Rebound® Low Top borið saman við vinstra hné. Við göngu með Rebound® var aukið útslag í hægra hné en ekki var marktækur munur. Við samanburð hreyfiútslaga í hægra hné við mismunandi skilyrði var aukið útslag með Rebound®. Í mjöðmum sást aukið útslag hægra megin við göngu með Rebound® en hin skilyrðin sýndu ekki marktækan mun.
    Niðurstöður okkar benda til að Rebound® spelkan hafi lítil áhrif á hreyfiútslag í hné við upphaf stöðufasa göngu en valdi auknu hreyfiútslagi í mjöðm á sama tíma. Gips og Rebound® Low Top hafa engin áhrif á hreyfiútslag í mjöðm við upphaf stöðufasa en valda minnkuðu hreyfiútslagi í hné en það dregur úr eiginleikum hnésins til að dempa höggkraft. Ályktun okkar er því að Rebound® Air Walker sé besti kosturinn við endurhæfingu eftir hásinaslit þar sem hún hefur minnst áhrif á göngulag.

  • Útdráttur er á ensku

    The Achilles tendon is formed by the fusion of the gastrocnemious and soleus muscles and is one of the strongest tendons in the human body. Achilles tendon rupture is a common ailment and mostly affects middle aged men. Most ruptures of the Achilles tendon happen during recreational sports with the ankle dorsiflexing violently. The tendon is repared by surgery or by conservative treatment and the ankle is immobilized with a cast or brace while the tendon heals. Braces and casts can have numerous effects on gait by restricting movement and inducing leg length discrepancy.
    The purpose of this study was to find out how a cast, Rebound® Air Walker and Rebound® Air Walker Low Top walker boots made by the Össur prosthetics company affect range of motion (ROM) in the sagittal plane in knees and hips during the first half of the stance phase of gait.
    Seven individuals participated in this study. Their gait was recorded with no intervention, with a cast, with high and a low walker boot on the right leg and ROM in knees and hips calculated. Mixed-model analysis of variance (ANOVA) vas used for statistical calculations.
    Our results showed reduced ROM in the right knee while walking with the cast and Rebound® Low Top as well as during normal walking. Walking with the Rebound® boot showed slightly increased ROM in the right side knee but did not reach statistical difference. Comparison of ROM in the right knee under different conditions showed increased ROM with the Rebound®. In the hips there was increased ROM on the right side in the Rebound® condition but the difference was not statistically significant.
    Our results indicate that the Rebound® walker boot does not affect ROM in the ipsilateral knee but increases ROM in the ipsilateral hip during the first half of the stance phase of gait. Cast and Rebound® Low Top do not affect ROM in the hip in the beginning of the stance phase but reduce ROM in the knee. That reduces the shock absorbtion abilities of the knee. We conclude therefore that the Rebound® Air Walker has the least effects on gait and thus is the best choice in rehabilitation after Achilles tendon tear.

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gips og spelkur sem meðferð við hásinaslitum. Áhrif á hreyfiferla í hnjám og mjöðmum í stöðufasa göngu heilbrigðra einstaklinga.pdf771.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna