en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18312

Title: 
 • Title is in Icelandic Notkun umbúða eftir liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm: Heimildasamantekt og vettvangsathugun
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Árlega eru framkvæmdar fleiri en þúsund liðskiptaaðgerðir á neðri útlimum hér á landi. Fylgikvillar eftir slíkar aðgerðir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og því er nauðsynlegt að reyna að fyrirbyggja þá. Mikilvægt er að velja viðeigandi umbúðir, að rétt sé staðið að umbúðaskiptum og að samræmi sé í vinnubrögðum við umhirðu skurðsára.
  Tilgangur verkefnisins var að athuga a) hvaða þekking er til staðar um umbúðir á skurðsár eftir liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm, b) hvort kafli um umbúðir í Verklagsreglum bæklunarskurðdeilda væri í samræmi við nýjustu þekkingu og c) hvort hjúkrunarfræðingar færu eftir reglunum. Heimilda var aflað í gagnagrunnunum PubMed og Hirslu auk þess sem heimildaskrár greina voru rýndar Í seinni hluta ritgerðarinnar var notast við lýsandi athugun þar sem fylgst var með umbúðanotkun á bæklunarskurðdeildum, stuðst var við ákveðinn matslista og niðurstöður skráðar.
  Niðurstöður heimildasamantektar sýndu að nútímaumbúðir eru fremri hefðbundnum umbúðum þó svo ekki hafi verið sýnt fram á yfirburði ákveðinna nútímaumbúða fram yfir aðrar. Vettvangsathugun um umbúðir eftir liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm var framkvæmd á skurðdeildum Landspítala í Fossvogi á vegum Bæklunarskurðdeildar B5. Þátttakendur voru 41 talsins, 25 einstaklingar undirgengust liðskiptaaðgerð á hné og 16 fóru í liðskiptaaðgerð á mjöðm. Sex þátttakendur athugunarinnar fengu blöðrur og voru þeir allir með Mefix sem ytri umbúðir. Fyrstu botnskipti á umbúðum áttu sér oftast stað á öðrum eða þriðja degi eftir aðgerð, í fjórum tilfellum var botnskipt fyrir þann tíma en í fimm tilfellum var ekki botnskipt fyrir útskrift. Ástæður fyrir umbúðaskiptum voru blæðing í umbúðum, umbúðir voru lausar eða farnar að leka, grunur var um sýkingu, sjúklingur fór í sturtu og fyrirhuguð útskrift.
  Af niðurstöðum verkefnisins má álykta að Verklagsreglur bæklunarskurðdeilda eru ekki nægilega ítarlegar einkum hvað varðar umbúðaskipti en hjúkrunarfræðingar fóru eftir verklagsreglunum nema hvað varðar tímasetningu og ástæður umbúðaskipta.

  Lykilorð: Umbúðir, liðskiptaaðgerðir, hné, mjöðm, skurðsár, fylgikvillar, blöðrur

Accepted: 
 • May 19, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18312


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hafdís Hjaltadóttir og Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir.pdf642.7 kBOpenHeildartextiPDFView/Open