is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18314

Titill: 
 • Áhugahvetjandi samtal: Leið til að bæta blóðsykurstjórn hjá einstaklingum með insúlínháða sykursýki
 • Titill er á ensku Motivational interviewing: A method for improved glycaemic control in insulin dependent diabetes mellitus
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur. Til eru nokkrar aðferðir sem nýtast þegar hjálpa á fólki að ná fram breytingum á hegðun. Hugræn atferlismeðferð hefur náð gríðarlegri útbreiðslu og tekur á víðu sviði vandamála á borð við þunglyndi, kvíða og langvinna verki. Áhugahvetjandi samtal er aðferð sem á rætur sínar að rekja, líkt og hugræn atferlismeðferð, til sálfræðinnar. Það var fyrst notað í tengslum við áfengis- og vímuefnavanda en hefur á undanförnum áratug rutt sér til rúms víðar. Sem dæmi mætti nefna við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma á borð við sykursýki og offitu. Mikilvægt er fyrir sjúkraþjálfara að kunna skil á og geta beitt sem flestum aðferðum sem hvetja fólk til meiri virkni og hreyfingar en það getur haft í för með sér bætt lífsgæði fyrir skjólstæðinga þeirra. Áhugahvetjandi samtal er ein þessara aðferða.
  Tilgangur. Markmið ritgerðarinnar er að skoða árangur af notkun áhugahvetjandi samtals meðal einstaklinga með insúlínháða sykursýki. Annars vegar í tengslum við bætta blóðsykurstjórn og hins vegar við heilsueflingu þar sem megináhersla er á líkamsþjálfun.
  Aðferð. Leitað var að rannsóknum með kerfisbundnum hætti frá 1983-2014 á leitarvélum á veraldarvefnum.
  Niðurstöður. Tíu rannsóknir fundust en einungis tvær uppfylltu leitarskilyrði. Þessar tvær rannsóknir gefa vísbendingar um að áhugahvetjandi samtal gagnist sem meðferð til að bæta blóðsykurstjórn. Engin rannsókn fannst um áhrif áhugahvetjandi samtals á aukna líkamsþjálfun.
  Ályktun. Samantektin er takmörkuð því aðeins tvær rannsóknir fundust sem gefa vísbendingar um að áhugahvetjandi samtal hafi jákvæð áhrif á blóðsykurstjórn fólks með insúlínháða sykursýki. Full ástæða er til frekari rannsókna á aðferðinni í tengslum við meðferð þessara sjúklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. A few methods are available to help people to change their behavior. Cognitive behavior therapy is a widely accepted therapy to treat a spectrum of conditions, such as depression, anxiety and chronic pain. Motivational interviewing is another method grounded in psychology. Motivational interviewing was first conducted to treat patients suffering from substance abuse but has in recent decade grown popular in treating chronic diseases, such as diabetes and obesity. It is important for physical therapists to be familiar with different kinds of methods that can encourage their patients to be more physically active and thus improve their wellbeing. Motivational interviewing is one of those methods.
  Purpose. The purpose of this thesis is to evaluate the effectiveness of motivational interviewing for glycaemic control and promotion of physical activity in patients with insulin dependent diabetes mellitus.
  Method. A systematic review was conducted to find studies from 1983 through 2014.
  Results. Of 10 papers initially identified only two met the criteria for review. Results of these two studies suggest that motivational interviewing can be useful in the treatment of patients with insulin dependent diabetes mellitus regarding improved glycaemic control. No study could be found on the effects of the method to improve physical activity.
  Conclusion. The systematic review is limited because only two studies give indication that motivational interviewing can assist in glycaemic control. Further research is needed to see if motivational interviewing can be useful for these patients.

Samþykkt: 
 • 19.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð 15.5.14.pdf599.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna