is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18319

Titill: 
 • Átraskanir og offita á meðgöngu. Áhrif á heilsu móður og barns
 • Titill er á ensku Eating disorders and obesity during pregnancy. The health effects of mother and child
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í vestrænu samfélagi fer tíðni átröskunarsjúkdóma vaxandi líkt og tíðni ofþyngdar og offitu. Það að fara í megrun er talin einn helsti áhættuþáttur fyrir þróun átraskana en sú hegðun er mjög algeng meðal íslenskra unglingsstúlkna. Átröskunarsjúkdómar herja helst á konur á barneignaraldri á meðan ofþyngd og offita er talið einn umfangsmesti heilsufarsvandi eða fylgikvilli meðgöngu. Allir þessir sjúkdómar og kvillar geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir móður og barn og var markmiðið með þessari úttekt að skoða afleiðingarnar og huga að þörfum þessara kvenna.
  Í fræðilegu úttekt ritgerðarinnar voru skoðaðar niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið varðandi átraskanir, ofþyngd og offitu á heilsu barnshafandi kvenna, fósturs eða barns. Einnig var fjallað um tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til þess að styðja móður á meðgöngu og eftir fæðingu. Tækifærin liggja meðal annars í forvörnum fyrir ungt fólk þar sem stuðlað er að bættri sjálfsmynd og heilbrigðu líferni.
  Niðurstöður leiddu í ljós að sjúkdómarnir og kvillarnir eru mjög fjölþættir og margslungnir og að mörgum þáttum þarf að huga. Konur sem glíma við átröskun á meðgöngu geta náð tímabundnum bata á meðan meðgangan gengur yfir en einkenni offitu versna. Helstu úrræði sem mælt er með eru að greina vandamálið snemma í meðgönguferlinu svo hægt sé að veita viðeigandi stuðning svo sem næringarráðgjöf, sálfræðiráðgjöf og aukna eftirfylgd og stuðning eftir fæðingu.
  Lykilorð: Lystarstol, lotugræðgi, ofþyngd, offita, átraskanir á meðgöngu, ofþyngd og offita á meðgöngu.

 • Útdráttur er á ensku

  Eating disorders, weight problems and obesity are increasing in western societies. Dieting is considered one of the main risk factors in the development of eating disorders, and dieting is very common among Icelandic teenage girls. Eating disorders mainly afflict women of childbearing age and weight problems and obesity are considered amongst the greatest health complications of pregnancy.
  These health complications can have serious consequences for both mother and child and the aim of this thesis was to study those consequences and consider the needs of these women.
  This literary-based research analysis is based on studies concerning effects of eating disorders, weight problems and obesity on the health of pregnant women and their fetes or child. It also contains a discussion about the opportunities nurses have to support mothers during pregnancy and birth, as well as the preventative opportunities entailed in promoting healthy lifestyles and improving young people‘s self-identities.
  The results revealed that these health problems and complications are both diverse and complex and many factors have to be taken into account. Women suffering from eating disorders can temporarily recover from their illness during pregnancy while obese women can get worse and gain more than their recommended weight. A recommended intervention is to diagnose the problems early in the pregnancy to enable the appropriate support measures such as nutritional consultations, psychological counselling and increased check-ups and assistance after birth.
  Keywords: Anorexia, bulimia, overweight, obesity, eating disorders during pregnancy, overweight and obesity during pregnancy.

Samþykkt: 
 • 19.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Átraskanir og offita á meðgöngu.pdf239.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna