is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18320

Titill: 
 • Sumarexem í hestum: Tjáning á ofnæmisvökum úr smámýi (Culicoides obsoletus) í skordýrafrumum og hreinsun próteina
 • Titill er á ensku Insect bite hypersensitivity in horses: Expression of allergens from biting midges (Culicoides obsoletus) in insect cells and protein purification
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sumarexem er húðofnæmi af gerð I í hrossum með framleiðslu á IgE. Exemið orsakast af biti smámýs (Culicoides tegundir) en í munnvatnskirtlum flugnanna eru prótein sem verða ofnæmisvakar í sumum hestum. Smámýið lifir ekki á Íslandi og þess vegna þekkist sjúkdómurinn ekki hérlendis. Öll hrossakyn geta fengið exemið en það er sérlega algengt í hestum fæddum á Íslandi sem fluttir eru út. Þetta verkefni er hluti af stærra samstarfsverkefni milli Keldna og Háskólans í Bern í Sviss sem hefur það markmið að þróa ónæmismeðferð, þ.e. forvörn og lækningu gegn exeminu. Til þess þarf að einangra ofnæmisvakagenin og framleiða hreinsuð ofnæmisvakaprótein.
  Búið er að einangra fjölmarga ofnæmisvaka og tjá í E. coli. Til greiningar á exeminu og til að meta árangur ónæmismeðferðar er nauðsynlegt að tjá ofnæmisvakana á sem næst upprunalegu formi t.d. í skordýrafrumum. Fyrst var notast við tegundina C. nubeculosus til að mynda genasafn þar sem hægt er að rækta hana á tilraunastofu og því nægilegt aðgengi að munnvatnskirtlum. Einangraðir voru ellefu ofnæmisvakar, Cul n 1 – Cul n 11. Sumarexemshestar eru næmir gagnvart biti frá öllum gerðum smámýstegunda en þar sem C. nubeculosus er ekki algeng tegund í Evrópu er mikilvægt að rannsaka aðrar tegundir smámýs.
  C. obsoletus er ein algengasta smámýstegundin í Evrópu og nýverið voru níu gen úr henni klónuð og tjáð í E. coli. Í verkefninu var unnið með Cul o 1 (Kunitz próteasa hindra) og Cul o 2 (D7 prótein).
  Búið var að gera Cul o 1 endurraðaðar klónaðar baculoveirur með HBM (honey bee melittin) seytimerki (rBac-HBM-Cul o 1) og klóna Cul o 2 genið inn á pFastBac plasmíð. Markmið þessa verkefnis var að framleiða Cul o 1 ofnæmisvakann í skordýrafrumum, hreinsa próteinið og prófa afurðina. Einnig var ráðgert að framleiða Cul o 2 endurraðaðar baculoveirur (rBac-HBM-Cul o 2) með Bac-to-Bac baculoveiru tjáningarkerfinu og prófa fyrir framleiðslu á Cul o 2.
  rBac-HBM-Cul o 2 veirur voru búnar til, klónaðar og ræktaðar upp. rBac-HBM-Cul o 1 og rBac-HBM-Cul o 2 prótein voru framleidd í High-5 skordýrafrumum og prófuð með ónæmisþrykki en ekki tókst í þessari fyrstu atrennu að hreinsa próteinin. Þegar tekist hefur að hreinsa próteinin verður ofnæmisvirkni þeirra prófuð og þau notuð til að mæla árangur ónæmismeðferðar í hestum.

 • Útdráttur er á ensku

  Insect bite hypersensitivity (IBH), also known as summer eczema, is a type I allergic dermatitis of horses with production of IgE. IBH is caused by the bite of Culicoides midges but in their salivary glands are proteins which are allergens in some horses. The midges are not found in Iceland and therefore the disease is not known there. IBH can be found in all horse breeds but it is most prevalent in Icelandic horses that are exported to the continent. This project is a part of a larger collaboration project between Keldur and the University of Bern in Switzerland, aiming at developing an effective immunotherapy against IBH. To do so it is important to isolate the allergen genes and produce purified allergen proteins.
  Many allergens have already been isolated and expressed in E. coli. To detect IBH and to evaluate the process of the immunotherapy it is important to express the allergens close to their native form, for example in insect cells. First the C. nubeculosus midge was used to make a cDNA gene library because it can be bred in a laboratory and therefore provides a good source of salivary glands. Eleven allergens were isolated, Cul n 1 - Cul n 11. Horses with IBH respond to all species of Culicoides midges but since C. nubeculosus is not a common midge in Europe it is important to examine other species.
  C. obsoletus is one of the most common midge in Europe and recently nine genes from it were cloned and expressed in E. coli. In this project we worked with Cul o 1 (Kunitz protease inhibitor) and Cul o 2 (D7 protein).
  Cul o 1 recombinant cloned baculoviruses with honey bee melittin signal sequence (rBac-HBM-Cul o 1) were ready and the Cul o 2 gene had been cloned into a pFastBac vector. The aim of this project was to produce the Cul o 1 allergen in insect cells, purify the protein and test the product. The second aim was to produce Cul o 2 recombinant baculoviruses (rBac-HBM-Cul o 2) with the Bac-to-Bac baculovirus expression system and test for production of Cul o 2.
  rBac-HBM-Cul o 2 viruses were prepared, cloned and cultured. rBac-HBM-Cul o 1 and rBac-HBM-Cul o 2 proteins were produced in High-5 insect cells and tested in western blot, but were not successfully purified in this first attempt. When the proteins will be successfully purified they will be tested for allergenicity and they used to measure effectiveness of immunotherapy in horses.

Samþykkt: 
 • 19.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna Björg Úlfarsdóttir.pdf875.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna