is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18323

Titill: 
 • Geislaálag skyggnirannsókna hjá Röntgen Domus. Gæðaverkefni
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Skyggnirannsóknir er mikilvæg greiningaraðferð í læknisfræðilegri myndgreiningu, en þessar rannsóknir sýna virkni og hreyfingu líffæra. Geislaálag gefur mat á áhættu einstaklinga sem ganga undir röntgenrannsóknir til sjúkdómsgreiningar. Þessi rannsókn er gæðaverkefni fyrir Röntgen Domus og var markmið hennar að mæla geislaálag sjúklinga vegna nýkomins skyggnitækis á Röntgen Domus.
  Flatargeislun sjúklinga sem fóru í skyggnirannsókn í Ultimax MDX 8000 A skyggnitæki á Röntgen Domus á rannsóknatímabilinu, 7. janúar 2014 – 11. febrúar 2014, var mæld. Einnig var skráður aldur, þyngd, hæð og fjöldi mynda sem voru teknar í hverri rannsókn. Alls voru 51 mælingar en sjúklingarnir voru 49, 39 fullorðnir og 10 börn (yngri en 16 ára). Tveir sjúklingar fóru tvisvar sinnum í aðlögun á magabandi á rannsóknatímabilinu.
  Meðalgeislaálag fullorðinna í vélindarannsókn var 4,902 ± 5,682 mSv, vélinda/magi 8,993 mSv, aðlögun á magabandi 1,860 ± 2,845 mSv og lengdarmælingu 0,127 ± 0,049 mSv. Miðgildi og meðaltal án útlaga voru umtalsvert lægri en meðaltal geislaálags í vélindarannsókn og aðlögun á magabandi.
  Skoðuð var fylgni milli BMI og geislaálags í rannsóknunum; vélinda rs:0,748, aðlögun magabands rs: 0,534 og lengdarmæling rs: 0,900. Einnig var skoðuð fylgni geislaálags og fjöldi mynda; vélinda rs:0,659, aðlögun á magabandi rs:0,892 og lengdarmæling rs:-0,900. Ekki var hægt að skoða samband geislaálags og BMI né fjölda mynda í vélinda/magarannsókn því einungis var einn sjúklingur í þeirri rannsókn á rannsóknatímabilinu.
  Meðalflatargeislun barna var 1,957 ± 0,619 Gycm2. Börnin tíu voru í sex gerðum rannsókna, eitt til þrjú börn í hverri. Fylgni milli flatargeislunar og þyngdar var rs: 0,479 og fylgni milli flatargeislunar og fjöldi mynda var rs: 0,709.
  Erfitt er að meta geislaálag sjúklinga skyggnitækis Röntgen Domus vegna lítils úrtaks. Meðaltal geislaálags án útlaga var sambærilegt við niðurstöður annarra rannsókna, en flatargeislun í rannsóknum á börnum er hærri en flestir aðrir hafa mælt. Hugsanleg ástæða hærri geislaskammts barna er að ekki er hægt að taka dreifigeislasíu frá í skyggnitæki Röntgen Domus. Ástæður geta verið mismunandi en bæði aðferðir og tæknilegir þættir geta haft áhrif á geislaálag.

Samþykkt: 
 • 19.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Ásta Fanney Gunnarsdóttir.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna