is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18327

Titill: 
 • Lítil skref á þeirra hraða: Hvernig nýta má NIDCAP hugmyndafræði til að styðja við brjóstagjöf fyrirbura
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikill munur er á tíðni brjóstagjafar meðal fyrirbura og heilbrigðra fullburða barna. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða þá þætti sem hafa áhrif á brjóstagjöf fyrirbura og þá sérstaklega hvernig vanþroski fyrirburans hefur áhrif á hana. Auk þess var leitast við að skoða hvernig NIDCAP hugmyndafræði (Newborn Individualized Developmental Care and Assessment Program), sem byggist á einstaklingsmiðaðri þroskahvetjandi meðferð, getur gagnast við umönnun fyrirbura og hvernig hún getur nýst við brjóstagjöf þeirra.
  Heimildaleit fór fram í eftirfarandi gagnasöfnum: PubMed, CINAHL frá EBSCO, ScienceDirect, MEDLINE frá Ovid, Google Schoolar og gagnagrunnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Helstu leitarorð voru: Brjóstagjöf, fyrirburi, kengúrumeðferð, brjóstamjólk, NIDCAP og Newborn Individualized Developmental Care and Assessment Program.
  Niðurstöður fræðilegu samantektarinnar sýndu að þeir þættir sem höfðu hvað mest áhrif á getu fyrirbura til brjóstagjafar voru hversu mikið þeir voru fæddir fyrir tímann og hversu alvarleg heilsufarsvandamál þeirra voru. Brjóstamjólk var fyrirburunum sérstaklega mikilvæg þar sem hún veitti þeim mikilvæga vörn gegn sýkingum og stuðlaði að auknum þroska þeirra. Notkun NIDCAP hugmyndafræðinnar í tengslum við brjóstagjöf jók þroskahæfileika fyrirburans til að taka brjóst.
  Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar hafi góðan þekkingarfræðilegan grunn um brjóstagjöf fyrirbura, viti hvað geti takmarkað getu fyrirbura til brjóstagjafar og þekki leiðir til að koma til móts við þær takmarkanir. Þeir þurfa að vera vel að sér um kosti brjóstamjólkur og vita að ýmsar ráðleggingar um brjóstagjöf fyrirbura eru frábrugðnar ráðleggingum um brjóstagjöf heilbrigðra fullburða barna. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að veita fræðslu og stuðning við brjóstagjöf fyrirbura og stuðla þannig að heilbrigði þeirra og draga úr dánartíðni.
  Lykilorð: Fyrirburar, brjóstagjöf, NIDCAP, Newborn Individualized Developmental Care and Assessment Program.

Samþykkt: 
 • 19.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lítil skref á þeirra hraða, hvernig nýta má NIDCAP hugmyndafræði til að styðja við brjóstagjöf fyrirbura.pdf472.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna