is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18329

Titill: 
 • Innlend og innflutt tanngervi. Samanburður, upplýsingaskylda og upprunavottorð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerðin er lokaverkefni höfunda til BS prófs í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2014. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum:
  Hversu algengt er að tannlæknar noti tannsmíðaþjónustu erlendis frá?
  Eru íslensk og erlend tanngervi samkeppnishæf?
  Fylgja upprunavottorð með íslenskum og erlendum tanngervum?
  Leitast er við að fá samanburðarmat á gæðum íslenskra og erlendra tanngerva og skoða notkun upprunavottorða með tanngervum.
  Aðferðir: Rannsóknin er megindleg (quantitative methods) og gögnum safnað með spurningakönnun sem send var rafrænt til 284 starfandi tannlækna í Tannlæknafélagi Íslands og 74 starfandi tannsmiða í Tannsmiðafélagi Íslands. Skoðað var algengi innflutnings á tanngervum og hvaða ástæður geti verið fyrir þeirri þróun sem tannsmiðastéttin virðist standa frammi fyrir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram í texta og töflum.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 58% hjá tannlæknum og 53% hjá tannsmiðum. Niðurstöður sýna að 30-40% tannlækna nota innflutt tanngervi. Íslensk tanngervi eru oftar talin betri en erlend. Útgáfu upprunavottorða með tanngervum er verulega ábótavant.
  Tannlæknar eru í 89% tilfella ánægðir með gæði á vinnu íslenskra tannsmiða og kunna að meta persónulega þjónustu. Tannlæknar sem panta tanngervi erlendis frá í einhverjum mæli virðast sjaldnast gera það vegna skorts á úrlausnum hérlendis.
  Ályktun: Innflutningur tanngerva hefur farið vaxandi hér á landi og birtist meðal annars í samdrætti í vinnu hjá tannsmiðum. Ætla má að tannlæknar flytji inn erlend tanngervi vegna hagstæðara verðs. Æskilegt er að tannsmiðir standi saman sem fagstétt og samræmi verkferla við útgáfu upprunavottorða. Fræða þarf skjólstæðinga um mikilvægi upprunavottorða með samstilltu átaki tannheilbrigðisstétta og Lyfjastofnunar ríkisins.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: This thesis is the final project of the authors for Dental technician BS degree at the University of Iceland, School of Health Sciences spring 2014. The research questions asked were:
  How common is it for dentists to purchase dental laboratory services abroad?
  Are Icelandic and foreign dental prosthesis competitive?
  Does the dental laboratory work come with a certificate of origin?
  A key project is to get comparative evaluation of the quality of Icelandic and foreign work and draw attention to how essential it is to get certificates of origin with the prosthesis.
  Methods: The study is quantitative (quantitative methods) and data collected through questionnaires that were sent electronically to 284 dentists in the Icelandic Dental Association and 74 employed dental laboratory technicians in the Icelandic Dental Laboratory Technicians Association. The prevalence of import of dental prosthesis was examined and looked for the reasons for the development facing the dental laboratory profession. Results of the study are presented in the text and with tables.
  Results: The response rate was 58% for dentists and 53% for dental laboratory technicians. Results show that 30-40% dentists use imported dental prosthesis. The Icelandic dental prosthesis are often considered better than the foreign ones. The issue of certificates of origin is not in proper order.
  Dentists are in 89% of cases satisfied with the quality of work by Icelandic dental laboratory technicians and appreciate the personalized services. Dentists who order dental prosthesis from abroad seem to some extent not to do so for reasons of unsatisfactory solutions in Iceland.
  Conclusion: Import of dental prosthesis has been steadily increasing in this country and is reflected in fewer dental laboratory projects for Icelandic dental technicians. Presumably dentists import foreign dental prosthesis primarily for the lower prices offered abroad. Dental laboratory technicians need to stand together as a profession and unify procedures for issuing certificates of origin. Clients need to be educated about the purpose and meaning of the certificates of origin through a concerted effort of all dental professions and the Icelandic Medicines Agency. Such an effort will lead to the protection of the clients to the extent guaranteed by the Icelandic health care laws.

Samþykkt: 
 • 20.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaloka3.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna