Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18332
Í þessari ritgerð verður fjallað um fjölskyldur á miðöldum eins og þeim er lýst í Íslendingasögum, sérstaklega verður fjallað um tengsl á milli foreldra og barna. Markmið mitt er fyrst og fremst að sýna vandamál í samböndum þeirra og stundum á milli systkina líka. Söguhetjurnar sem ég hef mestan áhuga á eru til dæmis Egill Skalla-Grímsson, bróðir hans Þórólfur og börn Egils, sérstaklega Þorsteinn og Þorgerður; Grettir Ásmundarson og foreldrar hans Ásmundur og Ásdís og líka Höskuldur Dala-Kollsson og börn hans Hallgerður og Ólafur pái. Mig langar að sýna muninn á milli framkomu foreldranna við börnin, hver verður uppáhaldsbarnið og hver olnbogabarnið og af hverju, ef sagan segir frá þessu.
Ég hef líka áhuga á hvernig þessi börn hegða sér gagnvart foreldrum sínum. Ef það eru vandamál eða ágreiningur í fjölskyldunni geta viðbrögð barnanna stundum sýnt aðstæðurnar í nýju ljósi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Fjölskylda á tímum miðalda 19mai.pdf | 311.53 kB | Open | Heildartexti | View/Open |