is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18333

Titill: 
  • Streita og starfsmannavelta nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er vandamál sem heilbrigðisstofnanir standa frammi fyrir bæði hérlendis og erlendis. Samkvæmt Manneklu í hjúkrun, skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, mun vanta 749 hjúkrunarfræðinga til starfa á Íslandi árið 2015. Á næstu árum mun þörfin aukast enn frekar þar sem stór hópur eldri hjúkrunarfræðinga, af svokallaðri „Uppgangskynslóð“ (f. 1943–1960), er að komast á lífeyrisaldur. Því er mikilvægt að fá nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga inn á vinnumarkaðinn til að manna þær stöður sem losna og koma í veg fyrir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum. Rannsóknir sýna að þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga af Y-kynslóð (f. 1981–2000) hætta störfum innan eins árs í starfi og að ákveðinn hluti þeirra hættir alfarið að starfa við hjúkrun.
    Tilgangur verkefnisins var að rannsaka hvaða atriði í starfsumhverfi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga leiði til þess að þeir segja upp störfum. Jafnframt var tilgangurinn að skoða hvaða atriði hjúkrunarstjórnendur þurfa að hafa í huga til að laða nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga til starfa og auka festu þeirra í starfi.
    Heimildaleit var að mestu framkvæmd í rafrænum gagnagrunnum þar sem leitað var ritrýndra heimilda. Leitin var takmörkuð við íslenskar og enskar heimildir frá árinu 2005 til ársins 2014. Að auki var notast við nokkrar eldri greinar og bækur sem höfundar töldu henta viðfangsefninu vel.
    Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, sem eru að stórum hluta af Y-kynslóðinni, hafa ákveðið viðhorf til vinnu. Þeir hefja störf á erfiðum tímum við krefjandi aðstæður vegna niðurskurðar og mikils álags. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vinnuálag er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á streitu í starfi og starfsmannaveltu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Auk þess er starfsumhverfið, samskipti, stuðningur stjórnenda, laun, starfsánægja og möguleikar á starfsþróun áhrifamiklir þættir. Hjúkrunarstjórnendur þurfa að geri sér grein fyrir einkennum og þörfum Y-kynslóðarinnar í starfi. Mikilvægt er að finna leiðir til að draga úr vinnuálagi og streitu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga til að auka festu þeirra í starfi.

    Lykilorð: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, Y-kynslóðin, streita, starfsmannavelta og hjúkrunarstjórnendur.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita og starfsmannavelta nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga.pdf503,4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna