is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18334

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á árangur þriggja grunnskólabarna í stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari samantekt eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem fólst í að athuga áhrif kennsluaðferðarinnar stýrðrar kennslu (Direct Instruction) ásamt fimiþjálfun (fluency training) á frammistöðu þriggja grunnskólanemenda í stærðfræði. Nemendurnir voru þrjár stelpur, 8, 13 og 15 ára gamlar. Þær áttu það allar sameiginlegt að vera á eftir jafnöldrum sínum í stærðfræði og höfðu verið það í nokkur ár. Aðferðir stýrðrar kennslu eru byggðar á námslögmálum og felast í markvissum verkefnum, tafarlausri endurgjöf, hrósi fyrir rétta svörun og að röng svörun sé leiðrétt jafnóðum á ákveðinn hátt. Í stýrðri kennslu og fimiþjálfun er námsefnið kennt í smáum skrefum. Það er svo þjálfað þar til það er fulllært áður en hafist er handa við nýtt efni. Þessa kennsluaðferð má bæði nota í einstaklings- og hópkennslu. Aðferðin hefur verið notuð í nokkra áratugi í Bandaríkjunum með góðum árangri og fjöldi rannsókna hefur frá upphafi sýnt tvímælalaust fram á bættan árangur nemenda sem er leiðbeint með stýrðri kennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stýrð kennsla hafi áhrif á frammistöðu en þátttakendurnir sýndu allir greinilegar framfarir í stærðfræði og kunnátta þeirra jókst eftir því sem leið á rannsóknina. Þessar niðurstöður eru hluti af niðurstöðum stærri rannsóknar undir stjórn Hörpu Óskarsdóttur.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á árangur þriggja grunnskólabarna í stærðfræði.pdf655.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna