is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18341

Titill: 
  • Þarflegir hlutir og þarflitlir. (Ó)hófsemi Húnvetninga 1770–1787 og íslensk neyslusaga á 18. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um óhóf á Íslandi á 18. öld á árunum 1770–1787. Tímabilið afmarkast annars vegar af komu Landsnefndarinnar fyrri 1770 til Íslands og síðan af afnámi einokunarverslunarinnar árið 1787. Rannsóknin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta eru skoðaðar hugmyndir sem birtust bæði í lagasetningum og í opinberri umræðu um óhóf lægri stétta. Í þeim kemur fram að íslenskum embættismönnum fannst lúxussneysla almúgans ganga úr hófi fram. Tekin verða dæmi um lagasetningar frá 13. öld til 18. aldar og bréf frá Húnvetningum til Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Reynt verður að svara þeirri spurningu hvaða hlutir það voru sem þóttu þarflitlir að mati íslenskra fyrirmanna. Í síðari hluta rannsóknar er síðan skoðuð silki- og silfureign. Þá er stuðst við uppskriftir dánarbúa og skiptabækur í Húnavatnssýslu tímabilið 1770–1787 og þar kemur fram að meðal þess sem íslenskir embættismenn vildu ekki að fátækir almúgamenn bæru voru silkiklútar. Meginspurningin er hvort íslenskir fyrirmenn hefðu eitthvað til síns máls varðandi óhóf lægri stétta og hvað það segði um neysluna almennt á 18. öld. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að silki hafi verið nokkuð algeng eign meðal almennings, þar sem bæði háir og lágir áttu silki. Íslenskir embættismenn höfðu því eitthvað til síns máls varðandi lúxuseign almennings, en niðurstaðan gefur líka vísbendingu um breytingar á neyslumynstri almennings.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þarflitlir.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna