is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18342

Titill: 
  • Matur er mannsins megin. Birtingarmyndir matar og tilfinninga í Tídægru
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bókmenntaverkið Tídægra (Decameron) eftir Giovanni Boccaccio er merkilegt rit fyrir marga hluta sakir. Höfundurinn var fæddur í Flórens 1313, kaupmannssonur sem var sendur til mennta í Napólí en varð að hætta námi vegna fjárhagsvanda föður síns. Eftir heimkomuna sneri hann sér alfarið að skriftum og á árunum 1349-1353 ritaði hann bókina Tídægru. Boccaccio er eitt af þremur höfuðskáldum ítölsku endurreisnarinnar ásamt Dante Alighieri og Francesco Petrarca, sem skrifuðu allir á ítölsku, þ.e. á móðurmáli sínu. Guðdómlegur Gleðileikur Dantes, Kvæði Petrarka og Tídægra eru allar fyrstu bækurnar sem komu út á þjóðtungu þeirra. Þessi þrjú verk eru kanónur, hver í sinni bókmenntagrein, og hafa haft mikil áhrif á bókmenntasöguna. Matur er mannsins megin segir í gömlum íslenskum málshætti. Í nokkrum sagna Tídægru má sjá áhugaverða notkun á mat. Lýsingar eru ýtarlegar og bæði fæðan og framreiðsla hennar merkingarþrungin á fleiri en einn veg.
    Í þessari ritgerð verða handrit af fornum matreiðslubókum rannsökuð í þeim tilgangi að sjá hve vel þau falla að sögum um matargerð í Tídægru Boccaccio. Einnig verður matarmenning á miðöldum skoðuð út frá samtíma frásögnum. Ég hef tekið mér það bessaleyfi að þýða algerlega beint upp úr frumtextunum, haldið í kommu- og punkta setningu, sem er afar ólík því sem lesandi á að venjast. Ég geri þetta til þess að halda í miðalda-stílinn, sem gæti gefið lesandanum dýpri skilning á hvernig varðveitt handrit frá þessum tíma voru rituð og hvernig slíkir textar voru ritaðir. Hér hefur verið reynt að sýna fram á hversu mikilvægur matur og framreiðsla fæðu var í lífi fólks á miðöldum og einnig hversu óviss afkoma flestra var. Einungis efri stéttir þjóðfélagsins gátu gert vel við sig í mat og drykk meðan almúginn hékká horriminni. Sögurpersónurnar Lísbeta, Messer Guigliemo Rossiglione, Federigo degli Alberighi, Flórensbúin Ciacco og kokkurinn Chichibio, tjá allar tilfinningar sínar gegn um mat og verður hann áhrifamikil birtingarmynd þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sendaskemmaritgerdir_titilsida.pdf38.57 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
sendaskemmanýastaBA.pdf226.95 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
sendaskemmaritgerdir_forsida_1.pdf58.35 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna