en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18344

Title: 
  • Title is in Icelandic Samanburður á spírunarhæfni birkifræja (Betula pubescens Ehrh.) frá Skeiðarársandi, Skaftafellsheiði og Morsárdal
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að meta frægæði birkistofns á Skeiðarársandi og bera saman við fyrri árganga og við samanburðarsvæði í nágrenninu með það að leiðarljósi að skýra slakan spírunarárangur þessa stofns.
    Skeiðarársandur er stærsti jökulsandur Evrópu. Sandurinn hefur ekki verið gróðursæll hingað til en þar hefur nú birki (Betula pubescens) byrjað að vaxa. Vel hefur verið fylgst með og rannsóknir á framvindunni hafa staðið yfir frá því 1998. Spírunarhæfni stofnsins hefur fengið þónokkra athygli þar sem hún hefur þótt léleg í gegnum árin en hæsta spírunarprósenta sem mælst hefur er 17,4% (Bryndís Marteinsdóttir o.fl, 2005). Reynt hefur verið að skýra lélega spírun stofnsins á sandinum einna helst með næringarfræðilegum ástæðum og skorti á frjóregni.
    Birkifræjum var safnað af þrjátíu plöntum á Skeiðarársandi seint í október 2013 og til viðmiðunar af tíu plöntum á Skaftafellsheiði og af tuttugu plöntum í Morsárdal. Lengi hafa verið uppi vangaveltur um að stofninn á Skeiðarársandi sé uppruninn af þessum svæðum og þau því valin með tilliti til þess. Hæð móðurplantna var mæld og fjöldi kvenrekla skráður. Alls voru sextíu fræ af hverri plöntu sett í spírunarprófun í spírunarkassa. Spírunarhæfni reyndist mest í Bæjarstaðaskógi í Morsárdal, 40% en var lægri á Skeiðarársandi, 10,9 % eins og við var að búast miðað við niðurstöður fyrri ára frá sandinum. Marktæk fylgni var milli hæðar móðurplöntu og spírunarhlutfalls sem gefur vísbendingu um að frægæði aukist með aldri móðurplöntu. Ekki reyndist fylgni milli spírunarhlutfalls og fjölda kvenrekla sem bendir til þess að fjöldi fræja frjóvgist ekki vegna lélegs frjóregns.

Accepted: 
  • May 21, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18344


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS snið (word).pdf839.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open