is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18347

Titill: 
  • Fjölkerfameðferð: Styrkleikar og veikleikar
  • Titill er á ensku Multisystemic therapy (MST)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjölkerfameðferð (e. multisystemic therapy) eða MST eins og hún verður nefnd í þessari ritgerð er meðferð fyrir fjölskyldur unglinga á aldrinum 12-18 ára sem sýna alvarlegan klínískan hegðunarvanda á mörgum sviðum. Dr. Scott W. Henggeler, upphafsmaður MST, þróaði meðferðina um 1970 þar sem honum fannst vanta stuðning fyrir fjölskyldur barna og unglinga með áhættuhegðun. MST er fjölskyldu- og samfélagsmiðuð meðferð sem byggir á kenningunni um breytingar og á kenningu Bronfenbrenner um félagslegt vistkerfi. Kenningin tekur tillit til margbreytileika umhverfisins og áhættuþátta tengdum hegðunarvanda unglinga sem sýna alvarlega andfélagslega hegðun. Fræðimenn eru ekki sammála um hvernig meðferðir virka. Það getur verið flókið að skýra hvaða þættir í meðferðinni hafa áhrif á hegðunarbreytingar og hver styrkur þeirra er. Auknar kröfur eru um að meðferðir við hegðunarröskunum séu raunprófaðar og byggi á gagnreyndum aðferðum. MST hefur fengið mikið lof en einnig verið gagnrýnd. Deilt er um viðmið og aðferðir við mælingar á gagnsemi og marksemi. Ritgerð þessi er fræðileg umfjöllun um meðferð við hegðunarröskunum. Fjallað verður um MST í samhengi við hagnýtingu sálfræðinnar, raunprófun meðferða og ólík sjónarmið varðandi áherslur í rannsóknum. Lögð verður sérstök áhersla á styrkleika og veikleika MST.

Samþykkt: 
  • 21.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_ritgerd_Arnor_Mar_fjolkerfamedferd.pdf425,55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna