is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1835

Titill: 
  • Fósturrannsóknir : fræðileg umfjöllun og siðferðileg álitamál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð byrjaði ég á því að útskýra á fræðilegan hátt hvað fósturrannsóknir eru en fósturrannsóknir eru rannsóknir sem gerðar eru til að kanna heilbrigðisástand fósturs. Í þeim felst annars vegar líkindamat á litningagalla og hins vegar greining á galla. Þau vandamál sem í ljós geta komið geta verið allt frá minniháttar göllum sem hægt er að lagfæra, upp í mjög alvarlega galla, þar sem lífslíkur verða að teljast mjög litlar.
    Í lok hinnar fræðilegu útlistunar tókst ég á við siðferðileg álitamál sem upp geta komið í kjölfar niðurstaðna úr fósturrannsóknum. Ég reyndi eftir bestu getu að svara spurningum á borð við hvort að hægt væri að réttlæta fósturrannsóknir sem og fóstureyðingar í kjölfar þeirra. Ég fjallaði sérstaklega um það hver siðferðilegi vandinn væri og hvort foreldrar ættu í raun einhvern tímann rétt á að velja sér barn. Til að varpa skýrara ljósi á málin setti ég fram rök, með og á móti fóstureyðingum í kjölfar fósturrannsókna.
    Niðurstaða mín var sú að siðferðilegi vandinn fólst í því að velja á milli tveggja þátta, hvort fara ætti í fóstureyðingu í kjölfar óhagstæðra niðurstaðna úr fósturrannsóknum eða ekki. Ég komst að þeirri niðurstöðu að í rauninni væri ekki hægt að réttlæta fóstureyðingu í kjölfar fósturrannsókna á einhvern einn hátt. Ein ákvörðun væri ekki réttari en önnur þar sem aðstæður fólks væru mismunandi. Það væri því í höndum verðandi foreldra hverju sinni að taka ákvörðun um hvað skyldi gera. Þeir þyrftu að lifa með þeirri ákvörðun sem þeir tækju og því væri einungis nauðsynlegt, að mínu mati, að þeir gætu réttlætt fóstureyðingu í kjölfar óhagstæðra niðurstaðna úr fósturrannsóknum fyrir sjálfum sér.
    Lykilorð: Fósturrannsóknir.

Athugasemdir: 
  • Leiklistarbraut
Samþykkt: 
  • 2.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - Rut_lok-112.pdf306.08 kBLokaðurHeildartextiPDF
(Microsoft Word - Heimildaskr.pdf72.34 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
(Microsoft Word -útdr.pdf28.28 kBOpinnÚtdráttur PDFSkoða/Opna