is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18351

Titill: 
  • Konur í nútímasamfélagi: Helstu áhrifaþættir á lífsstíl og heilbrigði
  • Titill er á ensku Women in modern society: Determinants of lifestyle and health
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjúkdómar sem eiga uppruna sinn í óheilbrigðum lífsstíl valda sex af hverjum tíu dauðsföllum í heiminum og á Íslandi má rekja 70% allra dauðsfalla á ári til lífsstílstengdra sjúkdóma. Helstu áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma eru óhollt matarræði, tóbaksnotkun, hreyfingarleysi og óhófleg neysla áfengis. Konur í nútímasamfélagi lifa annasömu lífi og eru líklegar til að setja þarfir annarra ofar sínum eigin, sem getur haft áhrif á lífsstíl þeirra og heilbrigði. Áðurnefnda áhættuþætti lífsstílsstengdra sjúkdóma er hægt að fyrirbyggja. Því var það áhugavert að rannsaka hvaða þættir hafa áhrif á lífsstíl og heilbrigði kvenna.
    Markmið þessa verkefnis var að gera fræðilega úttekt á lífsstíl kvenna og kanna hvaða þættir hafa áhrif á hann, hverjar afleiðingar óheilbrigðs lífsstíls eru á heilsu og hvaða hlutverki hjúkrunarfræðingar gegna í heilsueflingu og lífsstílsráðgjöf. Kerfisbundin fræðileg samantekt var framkvæmd á áhrifaþáttum á lífsstíl og heilbrigði kvenna, þar sem rýnt var í um 100 greinar og þær greindar frá tímabilinu 2002-2014.
    Niðurstöður leiddu í ljós að helstu áhrifaþáttum á lífsstíl kvenna má skipta upp í þrjá flokka: (1) samfélagslegar væntingar, (2) persónulega þætti, það eru persónulegar hvatir, trú á eigin getu, áhættuhegðun, tilfinningaleg bjargráð og streita, og (3) umhverfis- og félagslega þætti, það eru félagslegur stuðningur, félagslegar aðstæður og tímaskortur. Streita reyndist vera sá áhrifaþáttur sem hafði hvað mest áhrif á lífsstíl kvenna.
    Hjúkrunarfræðingar horfa heildrænt á skjólstæðinga sína, taka mið af því umhverfi sem þeir búa í og höfða til sjálfsábyrgðar þeirra á eigin heilsu og lífsstíl sem er afar mikilvægt í lífsstílsráðgjöf. Áhugahvetjandi samtal, heilbrigðisfræðsla, streitustjórnun og stuðningur eru meðferðir sem hjúkrunarfræðingar geta nýtt og hafa reynst vel í ráðgjöf fyrir einstaklinga sem þurfa á lífsstílsbreytingum að halda. Fleiri og fjölbreyttari úrræði vantar innan heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi fyrir einstaklinga sem glíma við áhættuþætti lífsstílstengdra sjúkdóma og gegna hjúkrunarfræðingar þar mikilvægu hlutverki við að koma á fót bættri þjónustu.
    Lykilorð: Lífsstíll, konur, streita, kynhlutverk, lífsstílstengdir sjúkdómar og hlutverk hjúkrunarfræðinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Diseases caused by an unhealthy lifestyle cause six out of ten deaths in the world. In Iceland, 70% of deaths each year are caused by non communicable diseases. The main risk factors of non communicable diseases include poor diet, tobacco use, lack of exercise, and excessive alcohol consumption. Women in today’s society live busy lives and are likely to put the needs of others above their own, which can affect their lifestyle and health. The previously mentioned risk factors can be prevented, therefore we became interested in researching the factors influencing the health and lifestyle of women.
    The goal of this project was to create a scientific enquiry of the lifestyle of women, the factors that influence them, the consequences of an unhealthy lifestyle, and the role nurses play in health promotion and encouraging a healthy lifestyle. A systematic scientific enquiry was performed on influential factors of the health and lifestyle of women, in which about 100 articles from 2002-2014 were examined.
    Results showed that the main influential factors can be divided into three categories: (1) expectations from society, (2) personal factors, including self-motivation, self-confidence, risky behavior, emotional resourcefulness and stress, and (3) environmental and social factors, including social support, social conditions and lack of time. Stress seemed to have the most affect on women’s lifestyles.
    Nurses have a comprehensive view of their patients. They take into account the patients’ environment and encourage self-accountability for their own health and lifestyle. This is a very important part of lifestyle counseling. Motivational interviewing, health education, stress management, and emotional support are some of the treatments nurses can utilize, and these factors have had a positive effect in the counseling of individuals needing a change of lifestyle. Iceland’s health care system needs more resources for individuals struggling with the risk factors of lifestyle related illnesses and nurses play an important part in establishing better service to the public.
    Keywords: Lifestyle, women, stress, gender roles, non communicable diseases, the role of nurses.

Samþykkt: 
  • 22.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Arna Björnsdóttir og Olga Eir Þórarinsdóttir.pdf734,83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna