is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18355

Titill: 
 • Árangur af áfengis- og vímuefnameðferð unglinga
 • Titill er á ensku The effectiveness of adolescents' alcohol and drug treatment
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga er mikið vandamál og er oft falið og viðkvæmt málefni. Tilgangur þessa verkefnis var að fá betri sýn á meðferð unglinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Eftir bestu vitund rannsakenda hefur þetta lítið verið rannsakað á Íslandi og við gerð ritgerðarinnar kom í ljós að rannsóknum um þetta málefni er einnig ábótavant erlendis. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru opin viðtöl við ýmsa reynslumikla meðferðaraðila á Íslandi og niðurstöður úr þeim bornar saman við fræðilega samantekt.
  Niðurstöður gagnasöfnunar sýndu að erfitt er að meta árangur áfengis- og vímuefnameðferðar unglinga því árangur er skilgreindur og mældur á mismunandi hátt. Því er erfitt að bera rannsóknarniðurstöður saman. Oftast liggur þessi munur í því hvort verið sé að meta árangurinn eftir skaðaminnkun, bættri líðan og velgengni í lífinu eða edrúmennsku.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sambland af áhugahvetjandi meðferð, hugrænni atferlismeðferð og fjölskyldumeðferð skilaði mestum árangri. Heildræn nálgun er mjög mikilvæg og þarf að huga að mörgum þáttum þegar kemur að unglingum. Unglingar í áfengis- og vímuefnameðferð eiga oft við margslungin vandamál að stríða. Þessi vandamál hafa oft mikil áhrif á neyslu þeirra og því mjög mikilvægt að meðhöndla alla þessa þætti. Líðan þeirra, félagslegar aðstæður og velgengni í lífinu eru til dæmis stórir þættir sem huga þarf að í áfengis- og vímuefnameðferð unglinga. Einnig er eftirfylgni mjög mikilvægur þáttur í meðferð og bataferli þeirra.
  Lykilorð: Unglingar, áfengi, vímuefni, meðferð, árangur, áhugahvetjandi meðferð, hugræn atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, eftirfylgni.

 • Útdráttur er á ensku

  Adolescent alcohol and drug abuse is a major problem in the society but it is a very hidden and sensitive topic in general. The purpose of this thesis was to gain a better understanding of treatments for adolescents with alcohol and drug problems. This has not been studied a lot in Iceland to the best knowledge of the reasearchers and in the preparation of this thesis it was revealed that research on this issue is also lacking abroad. We conducted a qualitative study that involved open interviews with various experienced theraputic practitioners in Iceland. The results from the interviews were compered with each other and then with the theoretical summary.
  It is difficult to measure the effectiveness of alcohol and drug abuse treatments for adolescents because it is difficult to define effectiveness in a way that it can be agreed on. Results are often measured in different ways throughout research, making it difficult to compare them. However, usually the difference lies in whether you evaluate the effectiveness of the treatments on harm reduction, improved wellbeing and success in life or sobriety.
  The results of this study is that combination of motivational enhancement therapy, cognitive behavioral therapy and familybased therapy were found to be most effective. Comprehensive approach is very important and many factors need to be considered when it comes to adolescents. Adolescents in alcohol and drug abuse treatments often face complicated problems. These problems often have major impact on their alcohol and drug abuse and therefore it is very important to treat them. For example their improved wellbeing, social situations and success in life are major factors that need to be considered in treatments for adolesents. Aftercare is also very important in their treatment and recovery process.
  Key words: Adolescents, alcohol, drugs, treatment, effectiveness, cognitive behavioral therapy, motivational enhancement therapy, familybased therapy, aftercare.

Samþykkt: 
 • 22.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur af áfengis- og vímuefnameðferð unglinga.pdf400.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna