Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18356
Sólheimajökull er skriðjökull úr Mýrdalsjökli á suður Íslandi. Hann er 11 km langur og 1-2 km breiður. Sólheimasandur og jökulsporður Sólheimajökuls hafa verið mikið rannsakaðir af jarðvísindamönnum seinustu áratugi. Farin er námsferð í námskeiðinu Rof, setmyndun og landmótun jökla í Háskóla Íslands til Sólheimajökuls og jökulumhverfi er rannsakað. Í ferð þessa námskeiðs í maí 2013 var m.a. jökulmyndað landform rannsakað og mælt. Eftir þá ferð kviknaði sú hugmynd að skoða þetta nánar og lýsa í B.Sc. verkefni, til að kanna hvort um jökulöldu væri að ræða.
Tvær vettvangsferðir voru farnar til að rannsaka landformið. Í fyrri ferðinni í maí 2013 var hæðin mæld með TopCon mælitæki til að athuga hvort landformið væri í samræmi við þekktar jökulöldur. Jarðlögum í kjarna landformsins, sem sjást í langri opnu með jaðri þess, var lýst og þau skrásett. Einnig var framkvæmd veftumæling til að athuga hvort vefta korna endurspeglaði skriðstefnu Sólheimajökuls. Mælingar voru gerðar á stefnu jökulummerkjum (jökulrákir og kembur(e. flutes)). Athuganir á mögulegum árgarði voru gerðar til að skoða hvort jökullinn hafi gengið fram á landformið. Í seinni ferðinni í nóvember 2013 var setlögum lýst og umhverfi öldunnar skoðað nánar, ásamt því að safna frekari gögnum fyrir veftumælingu. Gögn um stefnu, lögun og innri byggingu eru notuð til að rökstyðja að hér sé um jökulöldu að ræða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Ritgerð Björn Áki.pdf | 1.91 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |