is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18357

Titill: 
 • Tengsl snjódýptar og snjóhulu við lofthita og Norður-Atlantshafssveifluna (NAO), á Norður- og Norðausturlandi tímabilið 1961-2008
 • Titill er á ensku Snow depth and snow cover in north and north-east Iceland in relation to temperature and the North-Atlantic Oscillation (NAO) over the period 1961-2008
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lítið hefur verið gert í að rannsaka svæðisbundin tengsl snjóalaga og hlýnunar hér á landi en breytingar á litlu svæði geta auðveldlega haft áhrif á stærri svæði. Þróun snjódýptar og snjóhulu var skoðuð og tengsl við lofthita og Norður-Atlantshafssveifluna (NAO) metin. Rannsóknin byggði á snjóamælingum, yfir 48 vetur (desember til mars), tímabilin 1961-1984 og 1985-2008 fyrir veðurstöðvarnar Raufarhöfn og Staðarhól á Norður- og Norðausturlandi. Lofthitagögn fyrir Raufarhöfn yfir sama tímabil voru notuð. Gerðar voru tölfræðigreiningar á gögnunum með t prófi og Wilcoxon-Rank Sum prófi með tölfræðihugbúnaðinum R og kannað hvort marktækan mun væri að finna milli tímabila. Fylgni snjódýptar og snjóhulu á báðum stöðvum var prófuð við NAO sveifluna ásamt fylgni við lofthita á Raufarhöfn. Marktækan mun var að finna í snjódýpt á Raufarhöfn á tímabilinu en ekki á Staðarhóli. Breytingar voru marktækar í snjóhulu á báðum stöðvum. Alhvítum dögum fækkaði á báðum stöðvum. Sterk fylgni var á milli lofthita og snjódýptar sem og lofthita og snjóhulu á Raufarhöfn. Fylgni snjóhulu og snjódýptar við NAO sveifluna var ekki marktæk. Landfræðileg lega veðurstöðvanna er líklega stór þáttur í breytileikanum milli mælinga þar sem mismunandi loftslag er að finna á báðum stöðvum.
  Lykilorð: Hlýnun loftslags, lofthiti, snjódýpt, snjóhula, Norður-Atlantshafssveiflan (NAO), Norður- og Norðausturland, Ísland

 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, little has been done to study the correlation between snow data and warming in regional areas but change in a small area can easily affect a larger one. Development of snow cover and snow depth was examined and its connection to air temperature and North-Atlantic Oscillation (NAO) was determined. The study was based on snow measurements, for 48 winters (december-march), during two periods, 1961-1984 and 1985-2008, collected from two weather stations, Raufarhöfn and Staðarhóll, in the north and northeastern part of Iceland. Air temperature data from Raufarhöfn was also gathered for the same periods. Statistical analysis, using t-test and Wilcoxon-Rank Sum test, was performed using R software and significant changes measured. The correlation coefficient between snow measurements (snow depth and snow cover) and NAO, for both weather stations, and air temperature for Raufarhöfn were calculated. Significant changes were found in snow depth for Raufarhöfn but not for Staðarhóll. However both stations showed significant changes in snow cover. Fewer days with full snow cover were noted. Significant changes were found in air temperature for all months in both periods except for February. Strong correlation was found between air temperature and both snow depth and snow cover for Raufarhöfn. Correlation between NAO and both snow depth and snow cover was insignificant. Geographical location of the weather stations is likely a large factor for the variation between measurements since both stations experience different climate.

  Key words: Climate warming, temperature, snow-depth, snow-cover, North-Atlantic Oscilation (NAO), north and northeastern part of Iceland

Samþykkt: 
 • 23.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Ingi Einarsson.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna