is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18360

Titill: 
  • Greiningarviðtalið ADIS fyrir börn: Athugun á kvíðaeinkennum í klínísku þýði með greiningarviðtalinu ADIS fyrir börn
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu greiningarviðtalsins ADIS fyrir börn (Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV: Child Version) í klínísku þýði. Kannaðir voru þrír þættir, þ.e. áreiðanleiki milli matsmanna, samræmi í svörun foreldra og barna og samtímaréttmæti. Erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á viðunandi próffræðilega eiginleika viðtalsins og því var búist við sömu niðurstöðum fyrir íslenska útgáfu. Úrtakið samanstóð af 16 börnum og foreldrum þeirra sem komu í greiningarferli á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eða á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis vegna tilfinningalegra erfiðleika. Greiningarviðtalið var lagt bæði fyrir börnin og foreldra þeirra og voru 15 af 32 viðtölum tvískoruð af öðrum matsmanni en þeim sem lagði viðtalið fyrir. Þar að auki var sjálfsmatskvarðinn MASC lagður fyrir barnið. Niðurstöður voru að mestu leyti í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna þegar áreiðanleiki viðtalsins var metinn en áreiðanleiki milli matsmanna var mjög góður til fullkominn fyrir alla þætti sem skoðaðir voru (κ = 0,84 til 1,0). Samræmi í svörunum foreldra og barna var mjög lítið fyrir alla þætti sem skoðaðir voru (κ = 0,1 til 0,16), að undanskilinni greiningu á lyndisröskunum þar sem samræmið reyndist gott (κ = 0,64). Niðurstöður voru hins vegar ekki í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna þegar samtímaréttmæti viðtalsins var skoðað. Fylgni milli greininga á kvíðaröskunum og sömu hugsmíða á heildar- og undirkvörðum sjálfsmatskvarða MASC var lág (r =0,18 til 0,37) og ómarktæk fyrir alla þætti. Þó ber að túlka niðurstöður með fyrirvara þar sem úrtak rannsóknarinnar var lítið og einsleitt.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to examine the psychometric properties of the Icelandic version of the Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV: Child Version (ADIS-C/P) in a clinical sample of Icelandic youth. Inter-rater agreement, parent-child agreement and concurrent validity were assessed. The sample consisted of 16 children and their parents who were referred to a child assessment in Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins or in Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis because of difficulties with emotional regulation. ADIS-C/P was administered to both children and their parents by a trained clinician. Inter-rater reliability was estimated with 15 interviews being re-rated independently by another trained clinician. All the children completed the Multidimensional Anxiety Scale for Children (MASC). Results for reliability of the Icelandic version of ADIS-C/P were similar to previous results. Levels of inter-rater agreement were good to excellent for all diagnosis (κ = 0,84 to 1,0). In contrast, levels of parent-child agreement were poor for most diagnosis (κ = 0,1 to 0,16), except for diagnosis for mood disorders, where levels of parent-child agreement were good (κ = 0,64). With regard to validity there was little correlation between MASC scores and ADIS-C diagnosis (r =0,18 to 0,37), those results were in contrast to previous studies. Further research is needed to determine psychometric properties of the Icelandic version of ADIS-C/P with a larger sample.

Samþykkt: 
  • 23.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18360


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greiningarviðtalið ADIS fyrir börn.pdf1,39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna