Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18391
Leitast var við að svara því hvort að samband sé á milli leiks barna og lausnaleitar þeirra. Einnig var athugað hvernig sambandið er hjá börnum með ADHD og ASD. Til að svara því voru teknar saman kenningar um leik og rannsóknir um almenna og félagslega lausnaleit barna. Einnig var tekið mið af einkennum og greiningarviðmiðum ADHD og ASD, kenningu um að taugaþroskaraskanir, eins og ADHD og ASD, valdi erfiðleikum við stjórn hugrænna ferla og hvernig það hefur áhrif á almenna og félagslega lausnaleit barna með ADHD og ASD. Í ljós kom að samband milli leiks og lausnaleitar er óskýrt. Ekki hefur verið sýnt fram á að leikur hafi bein áhrif á lausnaleit barna. Hins vegar er litið svo á að lausnaleitarverkefni sem miða að því að auka hæfni lausnaleitar og aðrar íhlutanir hjá börnum skili frekar árangri ef þær innihalda leik. Samband milli leiks og lausnaleitar hjá börnum með ADHD og ASD er einnig óskýrt. Kenning Barkley um stjórn á hugrænum ferlum hjá börnum með ADHD gefur góða mynd af því hvernig erfiðleikar við stjórn hefur áhrif á úrvinnslu lausnaleitar. Erfiðleikarnir hafa síðan áhrif á bæði almenna og félagslega lausnaleit barna með ADHD og ASD.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leikur_lausnaleit2.pdf | 375.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |