is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1840

Titill: 
 • Fjölbreytileiki innan fjölskyldna : hvernig fræða má börn á leikskólaaldri um fjölbreytileika innan fjölskyldna?
Titill: 
 • Jakob og vinir hans [barnabók]
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samfélagið samanstendur af ólíkum einstaklingum sem mynda fjölbreyttar fjölskyldur. Skólum ber að koma til móts við þennan fjölbreytileika og taka tillit til ólíkra einstaklinga. Kennurum ber að koma fram við nemendur sína af virðingu óháð því hver bakgrunnur þeirra kann að vera og telst það því eitt af hlutverkum kennara að fræða börnin um fjölbreytileika og stuðla þannig að víðsýni þeirra á milli. Þetta er m.a. gert með því að leggja áherslu á fjölmenningarlega kennslu innan menntastofnanna.
  Fjölmenningarleg kennsla er almenn áherslubreyting sem miðar að því að gera einstaklinga fjölmenningarlega hæfa og stuðla þar með að umburðarlyndi í garð allra manna. Æskilegt er að fjölbreytileikinn í samfélaginu endurspeglist inn í leikskólann og þar með í heim barnanna. Augljóslega er hægt að fara margar leiðir til þess að miðla fjölmenningarlegri hugsun til barna.
  Til þess að skapa hlýtt og opið andrúmsloft sem býður alla velkomna er æskilegt að velja leikföng af kostgæfni. Leikföngin verða að endurspegla fjölbreytileika, dúkkur eru af ólíkum kynþáttum og kyni, púsluspil og bækur sýna fjölbreytta menningu. Einnig þarf að auka umræðu um fjölbreytni almennt og sýnileika hans í daglegu amsti.

Athugasemdir: 
 • Leikskólabraut
Samþykkt: 
 • 2.9.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkid.pdf289.12 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Barnabokin.pdf631.37 kBLokaðurBarnabókPDF