is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18409

Titill: 
  • Kerfisauðkenning á Ölfusárbrú. Sveiflugreining á mannvirki í rekstri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ölfusárbrú við Selfoss er elsta hengibrú landsins og gegnir lykilhlutverki í samgöngumálum Suðurlands. Brúin var byggð 1945 fyrir allt annað umferðarálag en er í dag bæði hvað varðar styrk álags og magn umferðar. Vegna aldur brúar og breyttra álagsforsenda er mikilvægt að fylgjast með ástandi hennar. Í ljósi þessa voru framkvæmdar sveiflumælingar á henni 29. og 30. maí 2012 sem hluti af rannsóknarverkefninu Ástandsvöktun brúa sem unnið var í samtarfi Vegagerðarinnar, Verkfræðistofunnar Eflu, Háskóla Íslands og DTU-BYG í Kaupmannahöfn. Mælingunum var meðal annars ætlað að afla gagna sem nota mætti í kerfisauðkenningu á brúnni, sem nánar tiltekið felst í því að ákvarða sveifluform, eigintíðnir og sveifludeyfni hennar. Mældar voru náttúrulegar sveiflur í yfirbyggingu sem eru tilkomnar vegna örvunar frá vindi sem blæs á hana, sem og frá titringi í undirstöðum sem smitast upp og magnast í burðarvirkinu. Í þessari ritgerð er fjallað um gagnaúrvinnsluna og kerfisauðkenninguna. Stuðst var við hugbúnaðinn ARTeMIS Modal frá Structural Vibration Solution A/S.
    Meginniðurstaða verkefnisins er sú að það var tiltölulega einfalt að ákvarða sveiflueiginleika brúarinnar með hugbúnaðinum. Úrvinnsla gagnanna bendir einnig til að hægt hefði verið að ákvarða þessa eiginleika með mun færri hröðunarnemum og einfaldari uppsetningu en notuð var í sveiflumælingunum. Niðurstöður mælinga voru enn fremur bornar saman við eiginsveiflugreiningu sem framkvæmd var með tölvutæku reiknilíkani og var ágætt samræmi fyrir flest sveifluformin.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnar Þór Bjarnason. Kerfisauðkenning á Ölfusárbrú - Sveiflugreining á mannvirki í rekstri.pdf4.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna