is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18416

Titill: 
  • Hlutverk miR-584 í greinóttri formgerð brjóstkirtils
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brjóstkirtillinn er eitt af einkennislíffærum spendýra og gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun mannsins. Þroskun kirtilsins fer að miklu leyti fram á fullorðinsárum sem gerir hann áhugaverðan til rannsókna og hefur hann því verið mikið notaður sem slíkur. Kirtillinn samanstendur af kirtilgöngum og kirtilberjum sem myndast með greinóttri formmyndun, en henni er stýrt með ferlum sem eru nátengdir bandvefsumbreytingu þekjufrumna (epithelial to mesenchymal transition- EMT). Bandvefsumbreyting þekjufrumna tengist meðal annars fósturþroskun og sáragræðingu en á sér einnig neikvæða hlið sem mikilvægur hlekkur í framvindu krabbameina. Síðustu ár hafa rannsóknir mikið beinst að micro RNA (miRNA), en þau hafa verið tengd við ýmsa þroskunarfræðilega ferla eins og EMT og virðist tjáning þeirra oft vera mikið breytt í krabbameinum í samanburði við heilbrigðan vef. Þekjuvefsstofnfrumulínan D492 var búin til úr brjóstvef en hún myndar greinótta formgerð í þrívíðri rækt og í samrækt með æðaþelsfrumum geta frumurnar undirgengist EMT. Slíkar EMT frumur voru einangraðar og ræktaðar sem D492M. Mikill munur reyndist vera á miRNA tjáningu í þessum tveim frumulínum og miR-584 er eitt þeirra, en það er tjáð í D492 en tjáningin er horfin í D492M. MiR-584 hefur verið innleitt í D492M með lentiveiru í þeim tilgangi að yfirtjá það. Markmiðið með þessu verkefni var að skoða áhrif þessarar yfirtjáningar á svipgerð bandvefsfrumnanna og kanna hvort hún dugi til þess að snúa þeim til baka yfir í þekjuvefssvipgerðina. Niðurstöður verkefnisins benda til að miR-584 hafi ekki afgerandi áhrif á svipgerð D492M. Tjáning á helstu bandvefs og þekjuvefspróteinum breyttust ekki né tjáning á þekktum umritunarþáttum í EMT. Smávægilegar breytingar í átt að þekjuvefseiginleikum sáust en ekki nægilega afgerandi til að fullyrða nokkuð um áhrif miR-584 á D492M.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð_prenthaef.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna