Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1842
Tilgangur þessara ritgerðar var að skoða hvernig hægt væri að auka orðaforða barna
á leikskólaaldri. Að auka orðaforða barna er mikilvægt fyrir framtíð þess. Í
leikskóla er barnið á mikilvægum aldri í máltökunni og því þurfa leikskólakennarar
að vera vakandi yfir því að finna leiðir til að auka almennan orðaforða. Rannsóknir
sýna að það er tengsl á milli málþroska barna og getu þess í námi síðar.
Skoðaðar voru kenningar um máltöku og þá sérstaklega kenningar Michael
Tomasello um hvernig börn læra orð. Hann talar um að samskipti barna við
fullorðna er forsendur þess að barnið læri ný orð og að foreldrar tali við barnið um
það sem barnið hafi áhuga á og bæti við nýjum orðum til að auka orðaforðann.
Skoðað var hvernig málþróunin er hjá börnum 2-5 ára og settar voru saman
hugmyndir um hvernig auka má orðaforða barna í leikskóla. Tvö spil voru búin til
sem hægt er að nota til að auka orðaforða barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerd.pdf | 1,11 MB | Lokaður | Meginmál | ||
Efnisyfirlit.pdf | 10,32 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Útdráttur.pdf | 10,1 kB | Opinn | Útdráttur | Skoða/Opna | |
Heimildarskrá.pdf | 16,02 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |