Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18420
Mismunandi er eftir þjóðfélagshópum hvernig innflytjendur nota heilbrigðisþjónustu en rannsóknir sýna að konur af erlendum uppruna eru að mæta seinna í mæðravernd, koma sjaldnar og að útkoma er verri úr fæðingu hjá þeim. Þær eru í aukinni hættu á fyrirburafæðingu, léttburafæðingu, burðarmálsdauða og einnig líklegri til að fæða með keisaraskurði. Þó er ekki hægt að líta á allar konur af erlendum uppruna sem einsleitan hóp heldur þarf að taka tillit til hvaðan þær koma og hversu lengi þær hafa búið í landinu.
Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman fjölda mæðraskoðana kvenna af erlendum uppruna og íslenskra kvenna og skoða hvort munur sé á sjúkdómsgreiningum. Ýmsar lýðfræðilegar breytur verða einnig skoðaðar, útkoma úr fæðingu kvenna af erlendum uppruna og heilsufar barna þeirra í samanburði við íslenskar konur.
Rannsóknin er afturvirk þversniðsrannsókn sem byggir á skráðum upplýsingum, úr fæðingarskrá Landlæknisembættisins, kvenna sem fæddu einbura á sex mánaða tímabili árið 2013. Úrtakið er þægindaúrtak þar sem skoðuð eru gögn 698 kvenna, 260 kvenna af erlendum uppruna og 438 íslenskra. Upplýsingarnar eru skráðar í SPSS og stuðst er við lýsandi tölfræði við framsetningu niðurstaðna.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að konur af erlendum uppruna nýttu sér mæðraverndina jafnt á við íslenskar konur. Þær voru oftar í kjörþyngd, giftar og eldri en fengu færri greiningar á meðgöngu. Framköllun fæðingar var algengari hjá íslenskum konum, þær fengu oftar mænurótardeyfingu en ekki var munur á fæðingarmáta milli hópanna. Ekki var marktækur munur á útkomu barna milli hópanna.
Vísbendingar eru um að þessi útkoma erlendu kvennanna megi rekja til innflytjendahópsins sem við höfum á Íslandi þar sem stærsti hlutinn kemur frá Austur-Evrópu en lítill hluti frá þróunarlöndunum.
Lykilorð: Migration, Immigrants, Ethnicity, Prenatal care, Labour, Birth, Perinatal outcome.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Samanburður á útkomu úr meðgöngu og fæðingu kvenna af íslenskum og erlendum uppruna.pdf | 2.27 MB | Open | Heildartexti | View/Open |