is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18423

Titill: 
  • Félagsleg sjálfstrú og sjálfstraust barna í Hjallastefnunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagslega sjálfstrú og sjálfstraust barna í Hjallastefnunni. Í Hjallastefnunni er lögð mikil áhersla á þjálfun í félagslegri hæfni og sjálfstrausti og var því talið að eldri börn sem hafa verið lengur á Hjallastefnunni myndu vera af foreldrum talin hafa meiri félagslega sjálfstrú og sjálfstraust en yngri börnin og talið var að ekki fyndist munur milli kynja hjá eldri börnum en að munur á kynjunum á þessum þáttum gæti verið til staðar hjá yngri börnunum. Þáttttakendur voru 64 foreldrar barna í Hjallastefnunni, annarsvegar foreldrar fimm ára barna sem eru skráð á leikskólanum Ásum og hinsvegar foreldrar átta ára barna í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Báðir aldurshópar eru til húsa í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Tilgátur rannsóknarinnar stóðust ekki, ekki fannst marktækur munur milli kynja eða aldurshópa á þáttum sem mældu félagslega sjálfstrú og sjálfstraust. Niðurstöður bentu til að yngri drengir byggju yfir mestri félagslegri sjálfstrú og sjálfstrausti og eldri drengir hefðu minnst sjálfstraust af hópunum. Þrátt fyrir það bentu niðurstöður til þess að öll börn, óháð aldri og kyni, hefðu mikla félagslega sjálfsrú og sjálfstraust. Það gæti þó verið að niðurstöðurnar stafi af lítilli úrtaksstærð og væri því áhugavert að endurtaka rannsóknina með stærra úrtaki, en einnig þyrfti að endurskoða spurningalistann sem var notaður.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveindís Þ BS ritgerð júní 2014.pdf484.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna