is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18424

Titill: 
  • Útkoma spangar í vatnsfæðingum: Fagleg og fræðileg úttekt
  • Titill er á ensku Perineal outcome in water births: Audit and literature review
Útdráttur: 
  • Ánægju kvenna með notkun vatns í fæðingum má oft rekja til betri hreyfanleika þeirra í vatni en á þurru landi þegar þær eru orðnar þungar á sér í lok meðgöngu. Einnig getur það linað verki, hjálpað konunni að takast á við fæðingarhríðarnar og hámarkað framgang fæðingarinnar.
    Verkefni þetta er fagleg úttekt á útkomu spangar í vatnsfæðingum á Landspítalanum árin 2012- 2013. Skoðuð var tíðni vatnsfæðinga frá 2007-2013, spangarstuðningur við vatnsfæðingu sem og fæðingarstelling. Einnig var gerð fræðileg úttekt á útkomu spangar í fæðingum. Árið 2011 hófst verkefni innan Landspítala sem kallast „Innleiðing á breyttu vinnulagi við barnsfæðingar til að fækka 3. og 4. gráðu spangarrifum.“ Lokaverkefni þetta tengist því verkefni en hér er sérstaklega skoðuð útkoma spangar í vatnsfæðingum eftir þessa innleiðingu.
    Eftirfarandi spurningar voru hafðar að leiðarljósi: 1) Eru vatnsfæðingar á Landspítala á undanhaldi? 2) Hvernig er spangarstuðningi ljósmæðra háttað í vatnsfæðingum á Landspítala? 3) Hefur fæðing í vatni jákvæð áhrif á útkomu spangar?
    Niðurstöður sýna að vatnsfæðingum hefur fækkað síðastliðin ár á Landspítalanum. Sam¬kvæmt skrá um spangarstuðning í vatsnfæðingum hlutu 44% kvenna sem fæddu í vatni fullan spangarstuðning árið 2012 en ári síðar var aðeins veittur fullur spangarstuðningur í 25% vatns¬fæðinga. Hvað varðar útkomu spangar kom í ljós að frumbyrjur voru líklegri til að hljóta spangarrifur í fæðingum en fjölbyrjur. Þegar borið er saman útkoma spangar í vatnsfæðingum og fæðingum á landi eru konur sem fæða í vatni oftar með heila spöng og voru þær aldrei spangarklipptar á meðan konur sem fæddu á landi voru spangarklipptar í 7,4% fæðinga. Algengara var að konur sem fæddu í vatni hlytu fyrstu gráðu spangarrifu en sjaldnar annarrar gráðu samanborið við konur sem fæddu á landi. Tíðni alvarlegra spangarrifa var sambærileg á milli beggja hópa.
    Lykilorð: Vatnsfæðingar, útkoma spangar, spangarstuðningur og fyrirbygging spangaráverka.

  • Útdráttur er á ensku

    Women‘s satisfaction with the use of water during labour and birth can often be attributed to the feeling of increased mobility in water especially when feeling heavy and immobile in the late stages of pregnancy. Immersion in water during labour and birth can also ease pain, help women deal with labour pain and maximise the progression of labour and birth.
    The following thesis is a review of perineal outcome following water births at Landspítalinn in the years 2012-2013. The review included the prevalence of water births in the years 2007-2013, perineal support during water births and birthing positions. A literature review of perineal tears following childbirth was also conducted. In the year of 2011 the project “Implementation of interventions to reduce the incidence of anal sphincter tears at birth” was initiated at Landspítalinn. This thesis is related to that project but will mostly review perineal tears following water births after the implementation of changed protocol.
    The following three questions will be answered: 1) Are water births at Landspítalinn subsiding? 2) How is perineal support conducted in water births? 3) Do water births have a positive effect on perineal outcome following childbirth?
    The findings show that water births have decreased at Landspitalinn over the past years. According to records 44% of women who delivered in water in the year 2012 got full perineal support but only 25% of women in 2013. Nullparous women were more likely than multiparous women to suffer perineal tears during birth. Women who delivered in water were more likely to have an intact perineum following childbirth and rarely received an episiotomy while women who delivered on land received an episiotomy in 7,4% of births. First degree tears were more common in water births but second degree tears were less likely during water births compared to births without immersion in water. The prevalence of third and fourth degree tears was the same in both groups.
    Keywords: Water birth, immersion, perineal tear, perineal support, hands on, hands off and preventing perineal trauma.

Samþykkt: 
  • 26.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðdís Dögg Sigurbjörnsdóttir.pdf2,46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna