is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18432

Titill: 
 • Andleg líðan fyrirburamæðra og tengslamyndun. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Premature infant mothers' mental health and attachment. A literature review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Fyrirburafæðing getur haft margvísleg heilsufarsleg vandamál í för með sér, bæði fyrir móður og barn. Góð andleg heilsa móður gegnir stóru hlutverki í myndun mikilvægra tengsla milli móður og barns og því er nauðsynlegt að reyna að koma í veg fyrir röskun á því sambandi.
  Öflun gagna fór fram í gegnum gagnasöfn PubMed, Cinahl, ProQuest, ScienceDirect og vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Einnig var notast við efni af vef Heilsugæslunnar og Embætti landlæknis auk munnlegra heimilda frá deildarstjóra Vökudeildar Barnaspítala Hringsins.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að koma auga á tíðni fæðingarþunglyndis meðal fyrirburamæðra og sýna fram á mikilvægi öruggrar tengslamyndunar fyrir framtíðarheilsu og velferð fyrirburans. Rannsóknir hafa sýnt að fæðingarþunglyndi móður hefur áhrif á tengslamyndun milli móður og barns, upplifun mæðra og feðra er ólík og þá sýna rannsóknir einnig að hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við að koma auga á einkenni fæðingarþunglyndis móður og að stuðla að heilbrigðu sambandi milli móður og barns.
  Niðurstöður fræðilegrar úttektar sýndu að tíðni fæðingarþunglyndis er 30-60% meðal fyrirburamæðra í samanburði við 10-15% meðal mæðra fullburða barna og hefur andleg líðan móður áhrif á tengslamyndun við fyrirburann. Þá eykur fæðingarþunglyndi móður líkur á vandamálum í tengslamyndunarferlinu auk þess sem að skert tengsl hafa áhrif á heilbrigði fyrirburans.
  Hjúkrunarfræðingar á nýburagjörgæsludeildum vinna í mikilli nálægð við fyrirburamæður og eru því í lykilhlutverki við að koma auga á og greina andlega heilsu móður og bjóða upp á stuðning, aðstoð og fræða um þau úrræði sem í boði eru. Því er mikilvægt að þeir búi yfir þekkingarfræðilegum grunni er lýtur að tíðni og einkennum fæðingarþunglyndis hjá fyrirburamæðrum og áhrif þess á tengslamyndun. Á þann hátt geta hjúkrunarfræðingar stutt við móður og föður á viðeigandi hátt og stuðlað að andlegri og líkamlegri heilsu móður og barns.
  Lykilorð: Fæðingarþunglyndi, fyrirburar, fyrirburamæður, andleg líðan, nýburagjörgæsla, hjúkrun, tengslamyndun.

 • Útdráttur er á ensku

  Premature birth can have various health effects, affecting both the mother and the infant. The mother‘s mental health is an important factor in establishing important bonds between the mother and the infant and it is therefore important to prevent a disruption of the mother-infant relationship.
  Peer-reviewed references were used in writing this dissertation and data was collected through the databases PubMed, Cinahl, ProQuest, ScienceDirect and the website of World Health Organization. Data was also used from the website of Icelandic Health Care Services, the Directorate of Health in addition to oral references from the nursing manager of the Icelandic neonatal intensive care unit.
  The purpose of this dissertation was to highlight the prevalence of post-partum depression among mothers of premature infants and to demonstrate the importance of a secure mother-infant attachment on the long-term health and well-being of the premature infant. Research have shown that mothers’ mental health status affects the mother-infant attachment process, mothers and fathers describe different experiences and that nurses play a significant role in preventing post-partum depression in mothers and promoting a healthy bond between the mother and the infant.
  The findings of this dissertation conclude that the prevalence of post-partum depression among mothers of preterm infants is 30-60% in comparison with 10-15% among mothers of full-term infants and that the mother’s mental health has an impact on the attachment with the premature infant. Post-partum depression does enhance the probability of difficulties in the attachment process and the premature infant’s health is influenced by disrupted bonds.
  Nurses in neonatal intensive care units work closely with mothers of premature infants and play a key role in detecting and evaluating the mother’s mental health and offer support, assistance and education about the resources provided. It is therefore important that they have basic knowledge of post-partum depression prevalence, symptoms in mothers of premature infants and its effect on the attachment process in order to be able to support the mother effectively and also to promote the mental and physical health of the mother and the infant.
  Key words: Post-partum depression, premature infants, mothers of premature infants, mental health, neonatal intensive care unit, nursing, attachment.

Samþykkt: 
 • 26.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andleg líðan fyrirburamæðra og tengslamyndun. Fræðileg samantekt..pdf478.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna