is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18436

Titill: 
 • Hver dropi skiptir máli: Brjóstamjólkurbankar og hlutverk þeirra fyrir fyrirbura
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að afla vitneskju um brjóstamjólkurbanka og hlutverk þeirra fyrir fyrirbura ásamt því að skoða mikilvægi brjóstamjólkur fyrir fyrirbura. Gagnaöflun fór helst fram á Pubmed, Google scholar og Science direct.
  Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) er brjóstamjólk frá eigin móður ákjósanlegasta næringin sem ungbarn fær. Þegar sá möguleiki er ekki fyrir hendi skal nota gjafabrjóstamjólk úr brjóstamjólkurbanka, en síðasti valmöguleikinn er að velja þurrmjólk. Megin hlutverk brjóstamjólkurbanka hefur verið að sjá fyrirburum og veikum nýburum fyrir brjóstamjólk þegar móðirin er ekki fær um að sjá ungbarni sínu fyrir næringu. Rannsóknir hafa sýnt að brjóstamjólk inniheldur mikilvæga varnarþætti ásamt því að stuðla að vexti og þroska nýbura, en þá er hún sérstaklega mikilvæg fyrir fyrirbura þar sem þeir hafa farið á mis við dýrmætan tíma í móðurkviði. Brjóstamjólkurbönkum hefur farið ört fjölgandi víða um heim þar sem aukin vitneskja hefur orðið til um mikilvægi brjóstamjólkur en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur ekki upp á þennan kost að bjóða. Hjúkrunarfræðingar vinna fjölbreytt störf á sjúkrahúsum og heilsugæslu og eru í kjöraðstæðum til að fræða barnshafandi konur og mæður um kosti brjóstamjólkur og brjóstamjólkurbanka. Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar búi yfir góðum þekkingarfræðilegum grunni sem snýr að mikilvægi brjóstamjólkur og hlutverki brjóstamjólkurbanka í samfélaginu svo mæður hafi tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun sem byggir á nýjustu vitneskju um æskilega næringu fyrir ungbarn sitt.


  Lykilorð: mjólkurbankar, brjóstamjólk, gjafabrjóstamjólk, fyrirburar og þurrmjólk

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this theoretical review was to obtain knowledge on human milk banks and to look into the importance of breast milk for premature infants. Data collecting/gathering took place primarily on Pubmed, Google scholar and Science direct. According to WHO and UNICEF breast milk from an infant‘s own mother provides the best possible nourishment. The next best thing is donor breast milk and a last resort is feeding them preterm formula. The main role of human milk banks has been to provide premature and sick infants with breast milk if the mother is incapable of producing breast milk herself. Research has shown that breast milk contains very important immune parameters that give infants a good boost for growth and development and are especially important for premature infants since they need to make up for valuable time they lost in the womb.
  Human milk banks have been set up all over the world since the importance of breast milk is becoming clearer, yet Iceland is still the only Nordic country that has not founded this kind of a bank. Nurses´ jobs in hospitals and in health care are very diverse. Therefore they are in a very ideal position to educate pregnant women and mothers about the importance of breast milk and human milk banks. It is important that nurses have a good understanding of the importance of breast milk and the role
  that human milk banks play in today’s society. They need to be capable of helping new mothers make the best decision about their infants’ nourishment.


  Keywords: human milk banks, breast milk, donor human milk, premature infants and preterm formula.

Samþykkt: 
 • 26.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brjóstamjólkurbankar.pdf597.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna