is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18437

Titill: 
  • Fastmótuð hugsun barna um notagildi hluta. Munur á fastmótaðri hugsun barna við þrautalausn eftir aldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fastmótuð hugsun um notagildi er það þegar vitneskja um notagildi hluta kemur í veg fyrir að þeir séu notaðir á annan hátt en hið hefðbundna notagildi gerir ráð fyrir. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig þessi fastmótaða hugsun birtist á mismunandi hátt hjá börnum. Frammistaða barna við þrautalausn er könnuð eftir aldri og framsetningu hluta sem þau eru beðin um að nota. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að munur er á hversu fastmótaða hugsun börn hafa um notagildi hluta eftir aldri og að fimm ára börn sýni ekki merki um þessa fastheldni í hugsun, en sex og sjö ára börn sýni greinileg merki þess. Með það að leiðarljósi var þrautalausn barna á aldrinum fimm, sex og sjö ára athuguð og voru helstu tilgátur rannsóknarinnar í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna. Tilgáturnar voru að fimm ára börn myndu ekki sýna merki um fastmótaða hugsun um notagildi hluta en að sex og sjö ára börn myndu sýni merki þess. Því var búist við því að fimm ára börn myndu standa sig betur við þrautalausn en sex og sjö ára börn þegar þau fá að sjá notagildi hlutar. Gerð var tilraun með samanburði barna í þremur aldurshópum (N=47). Helmingur barnanna innan hvers aldurshóps fékk að sjá notagildi hlutar sem átti að nota við lausn en hinn helmingurinn ekki. Niðurstöður gáfu til kynna að fimm ára börn sýndu ekki merki um fastmótaða hugsun um notagildi hluta en sex ára börn sýndu merki þess. Sjö ára börn sýndu ekki eins sterk merki þess og sex ára, en þó einhver.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð (Sólveig)-LOKALOKA.pdf385.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna