is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18439

Titill: 
  • Súrefnisbúskapur í þveruðum fjörðum og útskolun efna með sjávarföllum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tveir af mikilvægustu mælikvörðunum á vatnsgæði vatnavistkerfa eru endurnýjunartími vatns og magn uppleysts súrefnis. Núllvítt massavarðveislulíkan var notað til þess að herma súrefnisstyrk í þveruðum firði. Næmnigreining líkansins sýndi að stærð súrefnissvelgja og vindstyrkur ráða mestu um spágildi súrefnisstyrks. Sjávarföllin eru stöðugt afl sem stuðlar að endurnýjun vatns í fjörðum. Útskolun sjávarfalla er háð þeim hluta vatns sem snýr aftur inn í fjörð eftir að því hefur verið skolað út, hlutfalli bakstreymis.

    Samantekt var gerð á einkennum þveraðra fjarða á Íslandi og þrír ímyndaðir firðir búnir til í þeim tilgangi að meta áhrif þverunar á útskolun staðfasts sporefnis með sjávarföllum. Líkanakeyrslur fóru fram í tvívíða straum- og flutningslíkaninu AquaSea. Hermanir sýndu að útskolun varð virkari með aukinni þrengingu þversniðs frá grunnástandi, án mannvirkja, á meðan vatnsskipti voru tryggð.

    Notkun massavarðveislulíkansins einskorðast ekki við þveraða firði. Það má þróa áfram sem einfalda og fljótlega leið til þess að meta súrefnisstyrk. Jafna var leidd út til áætlunar á skolunartíma út frá bylgjuhæð sjávarfalla, hlutfalli bakstreymis og meðaldýpi svæðis. Líkanakeyrslur voru notaðar til þess að reikna bakstreymi og gefa tilmæli um val á hlutfalli bakstreymis í íslenskum fjörðum.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lio1_MS_ritgerd.pdf4.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna