is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18440

Titill: 
 • Líf eftir heilaslag. Kerfisbundið fræðilegt yfirlit yfir líkamleg, andleg og sálfélagsleg vandamál hjá sjúklingum með heilaslag meira en sex mánuðum eftir heimkomu
 • Titill er á ensku Life after stroke. Systematic review of physical, psychological and psychosocial problems in stroke patients more than six months after discharge from rehabilitation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Heilaslag er aðalástæða fötlunar í heiminum. Þrátt fyrir mörg vandamál heilaslagssjúklinga við útskrift heim eru mjög fáar rannsóknir sem hafa rannsakað heilaslag út frá sjónarhorni sjúklinganna. Vandamál tengd heilaslagi hafa ekki einungis augljós líkamleg vandamál eins og helftarlömun heldur einnig minna sjáanleg vandamál eins og þunglyndi sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði til lengri tíma litið. Fjölþætt samsetning vandamála heilaslags er nátengd félagslegri og sálfélagslegri getu sem bendir til þarfar á heildstæðum ramma til að skoða langtíma vandamál. Á Íslandi eru þau ókönnuð.
  Tilgangur: (1) Lýsa líkamlegum, andlegum og (sál)félagslegum vandamálum sem heilaslagssjúklingar upplifa a.m.k. sex mánuðum eftir heimkomu. (2) Kynna og ræða hvernig færni- og heilsuramminn ICF er notaður til þess að koma auga á vandamál og hvernig hjúkrunarfræðingar geti notfært sér hann til að bæta líðan og stuðla að aðlögun heilaslagssjúklinga í samfélaginu.
  Markmið: Að stuðla að og efla samfélagshjúkrun einstaklinga eftir heilaslag.
  Aðferð: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Kerfisbundin nálgun með aðferðum Handbók Joanna Briggs var notuð við heimildaleit/-greiningu. Heimildir voru sóttar í gagnabankana PubMed(Medline) og CINAHL. Gagnaleit var frá janúar 2006 til desember 2013. Einnig var gerð handleit án tímatakmarkana til að finna heimildir með áherslu á ICF fyrir árið 2006. Greinar voru valdar og settar inn í greiningarramma og flæðirit. Rannsóknarniðurstöðum var lýst samkvæmt PRISMA.
  Niðurstöður: Samtals 18 rannsóknir voru teknar með í fræðilega yfirlitið.
  Umræða/ályktun: Niðurstöður fræðilega yfirlitsins ásamt ICF eru nothæfar til að veita hjúkrunarfræðingum leiðsögn í mati, umönnun og stuðningi heilaslagssjúklinga í samfélaginu. Að beita þeirri þekkingu innan fyrirframákveðins ramma hjálpar þeim að bera kennsl á þarfir einstaklinga. Mikilvægt er að athygli sé beint að því í framtíðinni hvernig best sé hægt að beita ICF rammanum og auka þekkingu innan mismunandi hluta ICF - sérstaklega fyrir umönnun einstaklinga með heilaslag í samfélaginu á Íslandi.
  Lykilorð: heilaslag, ICF, samfélag, lífsgæði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Stroke is the leading cause of disability of non-hospitalised patients worldwide. In spite the well-known fact that frequent problems occur when people are discharged to community settings, only a few studies have investigated the perspective of the stroke survivor. Stroke related problems seen in community settings not only involve obvious functional problems such as paralysis and swallowing difficulties but also less apparent comorbidities; for instance lack of endurance – fatigue, cognitive problems and depression. These consequences have adverse effects on the patients’ long-term quality of life. The multimodal complex of stroke related deficits are closely related to social and psychosocial functioning which imply that an all-encompassing framework is required to identify problems that stroke survivors’ encounter within the community setting. An understanding of the challenges that the stroke survivor must stand face-to-face with, that take off-set in research literature and is related to a conceptual framework, have not yet been developed to fit an Icelandic context. Such knowledge, however, may be used to enhance nursing support.
  Purpose: This thesis has dual and interrelated purpose (1) To describe the problems that patients with stroke may encounter in community setting when more than six months have passed since the stroke and, (2) to present/discuss how ICF framework of disability can be used to identify problems and hence shed light on strategies that nurses can use to enhance community integration.
  Objective: To promote community nursing care following stroke.
  Method: A systematic review of the literature. The approach that we used throughout the data collection and analysis was inspired by Johanna Briggs Handbook of systematic reviews. Data was sought in the bibliographic databases PubMED(Medline) and CINAHL. Our research covered the period between January 2006 until December 2013. Also a free-text search with no date-restrictions was used to identify studies that especially focused on ICF and problems experienced by stroke survivors in community settings prior to 2006. Both students extracted data from the included articles and placed them into a matrix. Study characteristics were described according to recommendations from PRISMA.
  Results: A total of 18 studies were included in the review.
  Discussion and conclusion: The results of this review and the conceptual framework of ICF may be used to guide nurses in assessment, care, and support for stroke patients living in the community. Different challenges that stroke surviviors experience found in existing literature and were transferred into the framework of ICF. This framework helps to identify individual needs within unique contexts. Future attention should be placed on how to optimally apply the ICF framework and enrich knowledge within all domains ICF for community care - in particular for stroke patients in Iceland
  Keywords: Stroke, ICF, community reintegration, quality of life

Samþykkt: 
 • 27.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líf eftir heilaslag.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna