Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/18442
Meginmarkið þessarar ritgerðar er að skoða áhrif getu, heppni og reynslu í pókerspilun. Niðurstöður rannsókna benda til að reynsla í pókerspilun hafi áhrif á ákvarðanatöku og þar af leiðandi útkomu spilsins. Vanir spilarar eru einnig ólíklegri til þess að láta tilfinningar hafa áhrif á ákvarðanir sínar og þar af leiðandi ólíklegri til þess að lenda í tilfinningahalla (e. tilting). Einnig voru kannaðar rannsóknir sem skoða hversu mikil áhrif heppni hafi á niðurstöðu pókers. Niðurstöður þeirra rannsókna bentu til þess að sá spilari sem hélt á bestu höndinni sem enn var í spilun var líklegri til þess að vinna á öllum stigum spilsins. Einnig kom í ljós að gildi spilanna höfðu einu marktæku áhrifin á loka peningastöðu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS-lokaskil Lárus Valur Kristjánsson.pdf | 301,84 kB | Open | Heildartexti | View/Open |