is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18444

Titill: 
 • Áhrif meðferða sem byggðar eru á núvitund á geðheilbrigði nemenda á háskólastigi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að varpa ljósi á stöðu þekkingar á áhrifum meðferða sem byggðar eru á núvitund fyrir nemendur á háskólastigi þar sem áhersla verður lögð á geðheilbrigði þeirra. Jafnframt er ætlunin að kanna hvort nýta megi niðurstöður úttektarinnar fyrir íslenska háskólanema.
  Ýmsar erlendar rannsóknir sýna að geðheilbrigði háskólanema fer hrakandi og að tíðni ómeðhöndlaðra geðrænna vandamála sé há í þeim hópi. Mikil þörf er á vísindalegum rannsóknum hér á landi sem skoða geðheilbrigði og þjónustuþarfir íslenskra háskólanema. Ennfremur er lítil þekking til um hver raunveruleg hlutverk hjúkrunarfræðinga er til heilsueflingar þessa hóps.
  Megin niðurstöður benda til þess að meðferðir byggðar á núvitund geti dregið úr ýmsum geðrænum einkennum og álagi sem geta fylgt háskólanámi en um leið eflt ýmsa jákvæða eiginleika og heilsueflandi þætti hjá nemendum á háskólastigi. Slík nálgun gæti því verið öflug aðferð fyrir hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk við heilsueflingu háskólanema. Frekari rannsókna á áhrifum og notagildi slíkra meðferða í því samhengi er þó þörf og þá sérstaklega hér á landi.
  Lykilorð: Geðheilbrigði, núvitund, háskóli, hjúkrun, heilsuefling

Samþykkt: 
 • 27.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Núvitund_geðheilbrigði_háskólanema.pdf825.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna