is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18445

Titill: 
  • Bandvefsumbreytingar þekjuvefs í lungnatrefjun
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Millivefssjúkdómar (MLV) í lungum eru fjöldamargir og geta valdið mikilli sjúkdómsbyrði og ótímabærum dauðsföllum. Sjálfvakin lungnatrefjun (e. usual interstitial pneumonia, UIP) er alvarlegasta sýnd MVL og eru orsakir sem og upprunafrumur trefjunarinnar enn ókunnar. Ein tilgáta er að þekjuvefsfrumur undirgangist bandvefsumbreytingu (e. epithelial-mesenchymal transition, EMT) og valdi þannig trefjuninni. EMT er mikilvægt ferli í fósturþroska þar sem þekjuvefsfrumur tapa þekjuvefstengslum, öðlast skriðhæfileika og taka á sig bandvefslíka svipgerð. Á seinustu árum hefur EMT verið tengt við ýmsa sjúkdóma, t.d. krabbamein og bandvefsmyndun, þar á meðal í MVL. Grunnfrumur eru p63 jákvæðar frumur sem taldar eru gegna stofnfrumuhlutverki í efri hluta öndunarvegs manna. Stofnfrumur sem eru p63 jákvæðar hafa verið tengdar við EMT í öðrum líffærum en ekki er vitað um þátt þeirra í lungnasjúkdómum.
    Markmið þessa verkefnis var að rannsaka umbreytanleika lungnaþekjuvefjar, með sérstöku tilliti til grunnfrumna. Vefjasýni frá íslenskum sjúklingum með millivefslungnabólgurnar UIP og NSIP (e. nonspecific interstitial pneumonitis) voru mótefnalituð og athugað var hvort að þekjufrumur geti tekið þátt í tilurð bandvefjs með EMT, og hvort munur sé á milli sjúkdómanna í þessu mynstri. Valdir voru tíu sjúklingar, fjórir með UIP og sex með NSIP, og vefjasýni þeirra lituð með hefðbundinni DAB mótefnalitun fyrir E-cadherin, p63, keratín 14 og kennipróteinum EMT sem eru N-cadherin og Vimentin. Einnig voru gerðar flúrljómandi mótefnalitanir fyrir N-cadherin og Vimentin ásamt p63 og Vimentin fyrir valin vefjasýni.
    Við litun vefjasýna kom í ljós að sjúkdómarnir virðast hafa ólíkt tjáningamynstur próteinanna í vefnum. Sjúklingar með UIP höfðu almennt meiri svörun á kennipróteinunum keratín 14, Vimentin, p63 og N-cadherin í lungnaþekjufrumum heldur en sjúklingar með NSIP, ásamt því að hafa fleiri vöðvabandvefsfrumuhneppi (e. fibroblastic foci). Niðurstöður gefa til kynna að tilurð bandvefjar í nálægð við berkjur hjá sjúklingum með UIP geti átt sér stað í gegnum EMT en aðrir þættir valdi tilurð bandvefjar í NSIP.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DiplómaBryndís.pdf10.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna