Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18447
Athugað var hvort að vinnsluminnisverkefni hefði áhrif á svartíma í sjónleitarverkefni. Lögð voru tvö verkefni fyrir þátttakendur, óvirkt og virkt. Í óvirka verkefninu var fundinn svartími í einfaldri sjónleit. Í virka verkefninu var fundinn svartími í sjónleit með vinnsluminnisverkefni. Þátttakendur voru fimm karlar og fimm konur á aldrinum 23 til 26 ára sem tóku þátt í 400 umferðum hver eða 4000 umferðum samtals. Niðurstöður sýndu að vinnsluminnisverkefni hefur áhrif á svartíma í sjónleitarverkefni. Þegar vinnsluminnisverkefninu er bætt við sjónleitarverkefni þá virðast viðbrögð verða hægari en ella og er það mögulega vegna þess að einstaklingar eru á sama tíma að reyna að halda ákveðnu atriði í minni sér sem hefur truflandi áhrif á viðbrögð. Þessi áhrif mátti sjá hjá öllum þátttakendum nema einum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 86,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |