is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18448

Titill: 
  • Ytri-Rangá og Kúðafljót. Jarðfræði vatnsfalla og áhrif veðurfars á rennsli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skoðuð voru áhrif veðurfars á rennsli tveggja þekktra fljóta á Suðurlandi. Þessi fljót eru Ytri-Rangá í Rangárvallasýslu og Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Árnar eru af misjafnri gerð, önnur er lindá en hin er blanda jökulvatns og lindarvatns. Þær hafa báðar þau einkenni að vera á einu eldvirkasta svæði Íslands og hafa tengsl við tvö þekktustu eldfjöll á Íslandi. Ytri-Rangá, sem lindá, tekur ekki miklum breytingum yfir árið á meðan hin áin, Kúðafljót, er afar breytileg. Tilgangur verkefnisins er að skoða rennslisgögn ánna beggja og tengja breytingar á rennsli við veðurfarsgögn í nálægum veðurstöðvum. Þ.e. hvernig úrkoma eða hitastig, eða hvort tveggja, hefur áhrif á breytingar í rennsli. Auk þess er stiklað á stóru um jarðfræði svæðanna. Niðurstöðurnar voru þannig að breytingar á rennsli bergvatnsáa, eru mest yfir vetrartímann þegar úrkoma er mikil og jörð gaddfreðin. Þannig rennur úrkomuvatn á yfirborðinu uns það sameinast ánni. Breytingar á rennsli jökulvatns, eða aurvatns eru mun fleiri. Þar fer rennsli eftir úrkomu og langtímaaukningu á hita. Rennsli er mest yfir sumartímann. Breytingar eru því víða háðar veðurfari þegar kemur að rennslisháttum.

  • Útdráttur er á ensku

    The effects of weather on flow of two known rivers in Southern Iceland were studied. These rivers are Ytri-Rangá in Rangárvellir County and Kúðafljót in West-Skaftafell County. These rivers are different. One is spring fed river and the other is a mixture of glacial water and spring fed water. Both rivers are located on the most volcanic active region in Iceland and with the two best-known volcanoes in Iceland as their neighbours. Ytri-Rangá, a spring fed river, does not change much over the year while the river, Kúðafljót, is extremely variable. The purpose of the project was to examine the flowdata of both rivers and connect changes in the flow to data from neighboring meteorological weather stations. I.e. how precipitation or temperature, or both, influences the change in flow. Additionally the geology of the area is studied. The results were such that changes in flow of a spring fed rivers is mostly when winter precipitation is high and the ground is frozen. Thus the rain water flows on the surface until it is merged with the river . Changes in the flow of glacial water are much greater. It depends on precipitation and long-term increase in temperature. The flow is greatest during the summer. Changes in flow are therefore under much influence of precipitation and weather conditions.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefan_Thordarson_BSritgerd_Final.pdf2.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna