en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18451

Title: 
 • Title is in Icelandic Verkir og húðvandamál á stúf hjá Íslendingum sem misstu fót eða fótlegg á árunum 2000-2013
 • Skin problems on stump and pain experienced by Icelandic amputees who underwent lower limb amputation in 2000-2013
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur/markmið:
  Í þessari rannsókn var leitast við að svara því hversu margir þeirra sem misst hafa fót eða fótlegg upplifa verki og/eða húðvandamál á stúf, hvers eðlis þessi vandamál eru og að hvaða leyti þau hafa áhrif á færni og virkni í daglegu lífi.
  Bakgrunnur:
  Rannsóknir hafa sýnt að húðvandamál og verkir eru algeng vandamál hjá þeim sem misst hafa fót eða fótlegg. Aðeins ein rannsókn hefur áður verið gerð hér á landi á þessum hópi en hún fjallaði um líðan og færni þeirra og þar kom fram að þörf væri á frekari rannsóknum á húðvandamálum og verkjum.
  Aðferðir:
  Rannsóknin var framvirk þar sem sendur var út spurningalisti á þátttakendur. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og notuð lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna. Úrtakið, 62 einstaklingar, var það sama og þýðið eða allir Íslendingar sem misstu fót eða fótlegg á árunum 2000-2013. Svörunin var 53,2%, karlar voru í miklum meirihluta, 84,4%, og flestir þátttakenda, 72,7%, voru 60 ára eða eldri.
  Niðurstöður:
  Tæpur helmingur þátttakenda eða 42,4% hafði glímt við eitt eða fleiri húðvandamál á stúf eftir að skurðsár var að fullu gróið og algengustu húðvandamálin voru sár, blöðrur, núningur, hita-/svitaútbrot og sýking í húð. Af þeim sem höfðu fengið húðvandamál töldu 42,9% þau hafa áhrif á daglega virkni.
  Allir þátttakendur höfðu fundið fyrir draugaverk/skynjun og stingur og óljós sársauki voru algengustu einkennin. Meirihlutinn, eða 80% þátttakenda, hafði fengið verki í stúf og algengustu einkennin voru þrýstingsverkur, seyðingur og stingur. Flestum fannst verkir eftir aflimun (draugaverkur/skynjun og verkur í stúf) hvorki hafa hamlandi áhrif á hreyfingu né daglega virkni.
  Ályktun:
  Stöðluð matstæki fyrir húðvandamál og verki vantar til að auðvelda samanburð á milli rannsókna. Ljóst er að þessi vandamál hafa áhrif á færni og daglega virkni einstaklinga sem misst hafa fót eða fótlegg en ekki er vitað með vissu hvernig þau hafa áhrif. Með frekari rannsóknum er hægt að auka þekkingu á þessu sviði sem getur stuðlað að bættri meðferð.
  Lykilorð: Húðvandamál, draugaverkur, draugaskynjun, verkur í stúf, aflimun, neðri útlimir, dagleg virkni

 • Objective:
  This study sought to answer how many amputees with a lower limb amputation experience skin problems on stump and/or pain. It also sought to describe the characteristics of these problems and to what extent they affect the activities and function in everyday life.
  Background:
  Research has shown that skin problems and postamputation pain is a common problem after a lower limb amputation. Only one research has been conducted in Iceland on this group of people but it discussed function and wellbeing. It stated that skin problems and pain were common for these patients and that further research is needed in this area.
  Methods:
  This was a prospective study where a questionnaire was sent to participants. Quantitative research was employed using descriptive statistics for analysis. Population and sample of the study were all Icelanders who had a transfemoral, transtibial or through the knee amputation in the years 2000-2013, 62 individuals. The response rate was 53.2% and males were the vast majority 84.4%. The majority of the participants or 72.7% were 60 years or older.
  Results:
  Almost half of the participants or 42.4% had struggled with one or more skin problems after the surgical wound on the stump had completely healed. Common skin problems were wounds, blisters, friction, miliaria rubra and skin infections. Of those who had experienced skin problems 42.9% believed it affected daily activity.
  All participants experienced phantom pain/sensation where sharp/stabbing and dull ache were the most common symptoms. Majority of the participants, 80%, had experienced pain in stump and the most common symptoms were pressure, pain sensation and throbbing. Most participants did not think postamputation pain affected mobility or daily activity.
  Conclusion:
  Standardized assessment tools for skin problems and postamputation pain is needed to facilitate comparison between studies. It is clear that these problems affect the function and daily activity of individuals who have undergone a lower limb amputation but it is not known with certainty how they affect them. Further research can increase knowledge in this area and may contribute to improved treatment.
  Key words: Skin problems, phantom limb pain, phantom limb sensation, stump pain, residual limb pain, postamputation pain, amputation, lower limb, daily activity

Accepted: 
 • May 27, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18451


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Verkir og hudvandamal a stuf hja Islendingum sem misstu fot eda fotlegg a arunum 2000-2013.pdf4.67 MBOpenHeildartextiPDFView/Open