is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18454

Titill: 
  • Fræðasetur skáta Úlfljótsvatni: Stefna fyrir stjórn safnkosts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að setja fram skriflega og hnitmiðaða stefnu fyrir stjórn safnkosts Fræðaseturs skáta Úlfljótsvatni. Fjallað er um hvernig hugmyndin að setrinu varð til og hvernig hún hefur orðið að raunverulegu viðfangsefni á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að hugmyndin var fyrst kynnt opinberlega. Fjallað er um skátastarf við Úlfljótsvatn og þær breytingar sem urðu þegar skátar og Skógræktarfélag Íslands eignuðust jörðina og rætt um ný hlutverk skáta í samfélaginu við Sogið við þá breytingu. Sett er fram tillaga um safnastefnu setursins þar sem hlutverk og markmið eru endurskilgreind svo að þau endurspegli þau viðmið sem krafist er af fagaðilum í safnastarfi og lýst er í safnalögum, siðareglum ICOM (Alþjóðaráð safna) og leiðbeiningum Safnaráðs. Gerð er grein fyrir áhersluþáttum í starfsemi og þeim efnisflokkum sem lagðir eru til grundvallar. Sett er fram ítarleg og skilgreind aðfangastefna sem felur í sér vinnureglur um dagleg störf og reglur um val, meðferð og grisjun safnkosts auk verklagsreglna um móttöku gjafa. Fjallað er um mismunandi söfnunarstig samkvæmt leiðbeiningum IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions) og hvernig þeim er beitt í aðfangastefnu setursins. Rætt er um skráningu safnkosts í Sarp og Gegni, fjallað um helstu tegundir aðfanga, varðveislu, öryggi og viðbragðsáætlun. Að lokum er fjallað um mikilvægi þess að stjórn FSÚ vinni að formlegri stofnskrá sem er nauðsynleg til þess að setrið geti öðlast viðurkenningu og bent á leiðir til þess að svo megi verða.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gup15_BA-verkefni_Fræðasetur_skáta_Úlfljótsvatni_26_5_final_2014.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna