is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18456

Titill: 
  • Myndun landforma framan við Steinsholtsjökul eftir hlaupið 1967
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í janúar árið 1967 féll mikið berghlaup á Steinsholtsjökul, sem er skriðjökull í norðanverðum Eyjafjallajökli. Eina rannsóknin sem gerð hefur verið á svæðinu var gerð af Guðmundi Kjartanssyni frá vetri og fram á sumar sama ár. Ekki verður hér lagt mat á gæði rannsóknarinnar eða réttmæti niðurstöðu hennar en hins vegar eru hér notaðar seinni tíma rannsóknir á bergflóðum og skriðum til að skilgreina þau ferli sem hér áttu sér stað. Einnig var lagt upp með að útbúa kort af svæðinu sem sýndi landformin með öðru móti en eldri kort gera. Þau eldri sýna aðeins landform sem ná á milli 20 metra hæðarlína en hér eru kortlögð öll þau landform sem sjást á loftmyndum af svæðinu. Samkvæmt þeim hugmyndum sem nú eru uppi um hreyfingu efnis í flóðum sem þessu, er talið að flóðinu megi skipta í þrjá megin fasa, það er hrunið sjálft, skrið efnisins yfir jökulinn og aurflóðið eftir að flóðið var komið í lónið framan við jökulinn. Fyrsti fasinn var að öllum líkindum „translational slide“ sem staðnæmdist að stærstum hluta til undir hrunstálinu og mun neðsti hluti massans sem myndar annan fasann hafa runnið fram sem bergflóð þvert yfir jökulinn og út eftir jöklinum og út í lónið framan við hann. Þar settist mestur hluti þeirra föstu efna sem eftir voru. Síðasti fasinn varð þegar stærsti hluti vatnsins úr lóninu blandaðist hluta skriðunnar og hélt áfram sem aurflóð og rann sem leið lá út dalinn. Í þessari ritgerð verður aðeins fjallað um rennsli flóðsins uns það var komið út fyrir Fagraskóg og öll stærstu kornin höfðu fallið út.

Samþykkt: 
  • 27.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Myndun landforma framan við Steinsholtsjökul eftir hlaupið 1967.pdf3,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna