is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18466

Titill: 
  • „Það er engin svo lélegur að hann geti ekki náð sér í lunda í soðið ef hann vill ná í hann á annað borð.“ Rannsókn á lundaveiði í Vestmannaeyjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um lundaveiði, sögu hennar, þróun, hefðir og hópa. Lundaveiði hefur verið stunduð í Vestmannaeyjum lengur en elstu menn muna og hefur þróast mikið með tímanum. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá megin kafla. Í fyrsta kafla hennar verður farið yfir rannsóknaraðferðina sem og gagnaöfluninni verður lýst en rannsakandi studdist fyrst og fremst við viðtöl sem hann aflaði með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Í öðrum kafla verður farið yfir hið sérstaka tungutak veiðimanna, sögu lundaveiðanna og þróun veiðarfæranna. Þriðji og síðasti megin kaflinn fjallar um lundaveiði í ljósi kenninga en þar verður farið inn á hefðir sem tengjast lundaveiðum, hópaskiptingu, hátíð veiðimannanna, lundaveiði sem flutning, konur í lundaveiði og hætturnar sem fylgja veiðunum. Að lokum er saga og þróun lundaveiða dregin saman og niðurstöður ritgerðarinnar eru kynntar.
    Rannsókn þessi leiddi í ljós að lundaveiðar eru uppfullar af allskyns hefðum sem reynt var að gera skil. Lundaveiðimennirnir reyna eftir bestu getu að viðhalda þeim sem og búa til nýjar. Rannsakandi komst einnig að því að veiðarnar hafa þróast úr því að vera nytjaveiðar yfir í sportveiðar. Veiðimennirnir tilheyra sérstökum hópi einstaklinga sem viðheldur þessum gömlu hefðum sem hafa verið við lýði í langan tíma og þróa þær í takt við breytt samfélag.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerðin.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna