is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18467

Titill: 
  • Samband fæðugjafarvenja foreldra og þyngdar íslenskra leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Niðurstöður erlendra rannsókna hafa gefið til kynna samband á milli fæðugjafarvenja foreldra og líkamsþyngdarstuðuls barna. Eftirlátssamar fæðugjafarvenjur foreldra virðast almennt tengjast háum líkamsþyngdarstuðli barna og skipandi fæðugjafarvenjur virðast almennt tengjast lágum líkamsþyngdarstuðli barna. Markmið rannsóknarinnar, sem hér er fjallað um, var að athuga hvort samband væri milli fæðugjafarvenja foreldra íslenskra leikskólabarna og þyngdar barnanna. Einnig var athugað hvort munur væri á fæðugjafarvenjum foreldra eftir þyngdarstöðu þeirra. Þátttakendur voru foreldrar og forráðamenn 920 íslenskra leikskólabarna á aldrinum fjögurra til sex ára úr 57 leikskólum af höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Hvanneyri og Suðurlandi. Fæðugjafarvenjur þeirra voru mældar með spurningalistanum Caregiver’s feeding styles questionnaire en hæð þátttakenda og barna þeirra, þyngd og bakgrunnsbreytur voru metnar með öðrum spurningalista. Tilgáturnar voru að börn foreldra með eftirlátssamar fæðugjafarvenjur hefðu hærri staðlaðan líkamsþyngdarstuðul en önnur börn og börn foreldra með skipandi fæðugjafarvenjur hefðu lægri staðlaðan líkamsþyngdarstuðul en önnur börn. Þessar tilgátur fengu ekki stuðning og því voru niðurstöður ekki í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Einnig var sett fram sú tilgáta að ekkert samband væri milli fæðugjafarvenja þátttakenda og þyngdarstöðu þeirra. Sú tilgáta var studd en sambandið hefur ekki verið rannsakað áður svo höfundar viti til.

  • Útdráttur er á ensku

    Results from studies conducted primarily on Hispanic and African American parents in the United States have indicated a relationship between parental feeding styles and child weight. There seems to be a relationship between the indulgent feeding style and higher child weight and between the authoritarian feeding style and lower child weight. The primary aim of this study was to examine the relationship between parental feeding styles and the weight of their Icelandic preschool children. The secondary aim was to examine whether there would be a relationship between parental weight status and their feeding styles. Participants were parents and guardians of 920 Icelandic preschool children, ages four to six, from 57 preschools in the capital area, Akureyri, Hvanneyri and Southern Iceland. Caregivers completed the Caregiver’s feeding styles questionnaire and a demographics questionnaire. The hypotheses were that there would be a relationship between the indulgent feeding style and higher child weight and that there would be a relationship between the authoritarian feeding style and lower child weight. These hypotheses were not supported which contrasts former findings. It was also hypothesized that there would be no relationship between parental feeding styles and their weight, which was supported. This relationship has not been examined before to the authors‘ knowledge.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-Hildur&Silja.pdf944,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna