is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18473

Titill: 
 • Sjúkdómsinnsæi hjá fólki með alvarlega geðsjúkdóma
 • Titill er á ensku Patients’ insight into severe mental illness
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Einstaklingar með alvarlega geðsjúkdóma eins og geðklofa, geðhvarfasýki og alvarlegt þunglyndi skortir oft innsæi í sjúkdóm sinn. Skortur á sjúkdómsinnsæi lýsir sér þannig að einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir ástandi sínu og telur sig ekki þurfa á meðferð að halda.
  Tilgangurinn með þessari fræðilegu úttekt er að kynnast hugtakinu sjúkdómsinnsæi og skoða áhrif þess á meðferð, batahorfur og lífsgæði hjá sjúklingum með alvarlega geðsjúkdóma. Einnig verður skoðað hlutverk hjúkrunarfræðinga þegar kemur að meðferð þessa sjúklingahóps.
  Niðurstöður sýna að þeir sjúklingar sem hafa innsæi í sjúkdómsástand sitt hafa betri meðferðarheldni og í kjölfarið auknari líkur á bata. Þeir sjúklingar sem ekki sýna ástandi sínu skilning eiga erfiðara með að mynda meðferðarsamband og því eru batahorfur ekki eins góðar. Að auki kom í ljós að sjúklingar, sem hafa innsæi í sjúkdóm sinn, telja sig hafa verri lífsgæði og hafa frekar einkenni um þunglyndi.
  Meðferð og hjúkrun þessara sjúklinga þarf að vera einstaklingshæfð og áhersla er lögð á að byggja upp gott meðferðarsamband. Einnig er fjölskylduhjúkrun mikilvægur þáttur þegar kemur að hjúkrun einstaklinga með alvarlega geðsjúkdóma.
  Af þessu má draga þá ályktun að mikilvægt sé að reyna auka innsæi hjá sjúklingum með geðsjúkdóma. Það eykur líkur á árangursríkri meðferð og bata. Þar gegna hjúkrunarfræðingar stóru hlutverki, þar sem þeir standa einna næst sjúklingnum á meðan meðferð stendur yfir.
  Lykilorð: Sjúkdómsinnsæi, alvarlegir geðsjúkdómar, geðklofi, meðferð, bati

 • Útdráttur er á ensku

  Individuals with severe mental illness like schizophrenia, bipolar disorder and major depressive disorder often lack insight into their illness. Lacking insight into mental illness is best described when a patient isn’t aware of his own condition and doesn’t consider a need for treatment.
  The aim of this literature review dissertation is to get to know the concept “insight” and to look at its effect on treatment, prognosis and quality of life for the patients with serious mental illnesses. Also the part registered nurses play in the treatment of these patients.
  Results show that the patients who are aware of their own condition have better prognosis and therefore more likely to recover. Patients who lack insight into their illness are less likely to form therapeutic relationship and therefore the prognosis will not be as good. Results also showed that patients that have insight into their illness consider themselves to have less quality of life and are more likely to have symptoms of depression.
  Treatment and caring for these patents has to be individualized and focusing on the therapeutic relationship. Therapeutic family support is also important part when it comes to treatment of individual with mental illness.
  From this we can conclude how important it is to increase awareness of illness for patients with mental illnesses. It increases the successful therapy rate and recovery. Registered nurses play a key part, standing closest to the patient during the treatment.
  Keywords: Insight in to illness, severe mental illness, schizophrenia, treatment, recovery

Samþykkt: 
 • 28.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjúkdómsinnsæi hjá fólki með alvarlega geðsjúkdóma.pdf354.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna