is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/18474

Titill: 
  • Viðhorf ferðamanna við Öskju: Greind eftir viðhorfskvarðanum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við skipulagningu á ferðaþjónustu í þjóðgörðum þarf að hafa í huga þarfir mismunandi hópa. Ferðamenn hafa mismunandi hugmyndir um hvað ferðamannastaður þarf að bjóða upp á til þess að teljast áhugaverður. Í þessari ritgerð er kannað viðhorf gesta við Öskju til þjónustu, afþreyingar, aðstöðu og fleiri þátta, eftir því hvaða hópi þeir tilheyra á svokölluðum viðhorfskvarða. Sumarið 2013 var gerð viðhorfskönnun meðal ferðamanna við Öskju og fengust um 662 svör . Í Öskju koma náttúrusinnaðir ferðamenn sem sækjast eftir að upplifa óraskaða náttúru og öræfakyrrð. Þær væntingar eruð að mestu uppfylltar við heimsóknina til Öskju. Hópur náttúrusinna er hlutfallslega stór í Öskju samanborið við aðra staði á hálendi Íslandi. Flestir telja að aðstaða og innviðir séu fullnægjandi og að svæðið sé ekki farið að láta á sjá. Þeir telja jafnframt að fjöldi ferðamanna þar sé ásættanlegur. Ferðamenn eru flestir andvígir frekari uppbyggingu á svæðinu, sérstaklega gagnvart virkjunum og mannvirkjum þeim tengdar. Marktækur munur reyndist á milli hópa á viðhorfskvarðanum varðandi mörg atriði sem um var spurt.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf ferðamanna við Öskju.pdf16,49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna