is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18475

Titill: 
  • Leikrit í þremur þáttum: Rannsókn á sögu performance kyngervis samkynhneigðar á Íslandi frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um sögu samkynhneigðra hér á landi frá því rétt fyrir aldamótin 1900 til dagsins í dag út frá kenningum sviðslistafræðinnar. Þá er einnig stuðst við hugtökin um hóp, leik, sjálfsmynd og kyngervi. Rannsóknarspurningarnar sem lagt var af stað með í upphafi voru þrjár og var spurt að því hvernig performance og kyngervi samkynhneigðar birtist í eðli og formi gegnum tíma á Íslandi. Þá var spurt að hve miklu leyti hefði performance hjálpað samkynhneigðum sem hóp að komast af og að nálgast jafnrétti. Og að lokum var spurt hvort performance og „hlutverk“ væru eins nauðsynleg í lífi samkynhneigðra í dag og var áður fyrr. Í ritgerðinni er leitast við að svara þessum spurningum. Ritgerðin styðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggir hún m.a. á 12 viðtölum við 17 einstaklinga. Mikilvægt er þó að skoða einnig samhengið sem hópur samkynhneigðra á Íslandi stóð í og því er saga hópsins einnig skoðuð erlendis, það er að segja í þeim löndum sem Íslendingar höfðu hve mest samskipti við og höfðu áhrif á viðhorf og gildi landans.
    Eins og titill rannsóknarinnar, Leikrit í þremur þáttum, og niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna má skipta tímabilinu sem um ræðir í ritgerðinni í þrjú stig: stig þöggunar, stig sýnileika og samtímann. Þannig má segja að hvert stigið sé í raun einn þáttur í sjálfu leikritinu enda hafa grímur, búningar og „leikur“ verið stór og órjúfanlegur þáttur í lífi margra samkynhneigðra og hópsins í heild – bæði á tímum þagnar og tímum sýnileika. Og þótt grímusafnið sé í dag geymt inni í skáp er það þó dregið fram á tyllidögum og við minnt á tímana sem það skipaði ef til vill meiri sess í lífi þessa einstaklinga. Stigin þrjú eru til skoðunar í rannsókninni hvert um sig og færir hvert stig okkur nær hinu endalega takmarki, sem er jafnrétti á við aðra.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leikrit í þremur þáttum_Valgerður Óskarsdóttir_MAritgerð.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna