is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18476

Titill: 
 • Eiga brjóstagjöf og svefn ungbarna samleið? Væntingar og veruleiki
 • Titill er á ensku Can breastfeeding and infant sleep go hand in hand? Expectations versus reality
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í heilsuvernd ung- og smábarna á Íslandi. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða ávinning brjóstagjafar, þróun ólíkra uppeldisstefna og hvort að brjóstagjöf og nætursvefn ungbarna geti átt samleið. Öflun gagna fór helst fram á PubMed, ScienceDirect, Ovid, EbscoHost og Cinahl. Einnig var notast við Google Scholar.
  Á 19. öld tengdist há tíðni ungbarnadauða lélegri næringu barna sem ekki voru alin á brjóstamjólk og hafði skortur á hreinlæti einnig mikil áhrif. Áherslur í umönnun tóku miklum breytingum á 20. öld og áttu miklar öfgar nokkru fylgi að fagna. Rannsóknir á seinni hluta 20. og í byrjun 21. aldar sýndu að umönnun barna hefur áhrif á hvernig heili þeirra þroskast. Ráðgjöf um svefn ungbarna þróaðist með öðrum hætti og er enn mikil áhersla lögð á atferlismótun barna á svefntíma. Rannsóknir hafa sýnt að svefn ungbarna þróast með ólíkum hætti eftir því hvort þau eru alin á brjóstamjólk eða þurrmjólk og að næturvaknanir eru mikilvægar fyrir framleiðslu brjóstamjólkur. Þó er enn algengt að forsendur svefnráðgjafar feli í sér að barn þurfi að öðlast hæfileikann til að róa sig sjálft án aðstoðar foreldra. Rannsóknir á samsvefni sýndu að hann jók svefn foreldra, auðveldaði brjóstagjöf og dró úr gráti ungbarna. Ráðleggingar til foreldra og heilbrigðisstarfsfólks um svefn ungbarna taka ekki mið af því hvort börn eru alin á brjóstamjólk eða þurrmjólk þrátt fyrir skýran mun á svefnvenjum þessara tveggja hópa. Í nútímasamfélagi eru kostir brjóstagjafar ef til vill ekki eins augljósir á einstaklingsgrundvelli og þeir eru fyrir samfélög þar sem hreinlæti og heilbrigðisþjónustu er ábótavant.
  Í heilsufarsskoðunum gefst hjúkrunarfræðingum tækifæri til að styðja og fræða foreldra ungbarna eftir þörfum og því er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að búa yfir þekkingarfræðilegum grunni er lýtur að uppeldisaðferðum, brjóstagjöf og andlegri líðan foreldra og barna, um leið og fylgst er með líkamlegum þroska barns.

  Lykilorð: Brjóstagjöf, svefn ungbarna, samsvefn, skyndidauði ungbarna, uppeldisstefnur.

 • Útdráttur er á ensku

  Nurses play an important role in infant health care in Iceland. The purpose of this dissertation is to examine how different approaches in child rearing have developed and if breastfeeding and infant night sleep can go hand in hand. Data was mainly gathered by use of PubMed, ScienceDirect, Ovid, EbscoHost and Cinahl, along with Google Scholar.
  The high infant mortality rate in the 19th century was a result of poor nutrition of children who were not breastfed, as well as lack of hygiene. Emphasis in child rearing changed drastically during the 20th century and somewhat extreme measures became popular. In the late 20th and early 21st centuries, research showed that childcare influences brain development. Advice and education on infant sleep developed differently and behavioral modification during sleeping hours is still highly emphasised. Research has shown that infant sleep develops differently depending on whether infants are breast or bottlefed, and for breastfeeding mothers night wakings are important for producing the required milk supply. It is still common that sleep advice includes that infants should aquire the skill of self-soothing without help from the parents. Results of co-sleeping research showed that it increased parent sleep, facilitated breastfeeding and reduced infant cry. Infant feeding methods are overlooked in sleep advice and education for parents and by health care professionals, despite the clear difference in sleeping habits between breastfed and bottlefed infants. In modern communities the benefits of breastfeeding may not be as obvious as they are for communities where hygiene and health care is lacking.
  During infant health inspections, nurses have the opportunity to support and educate parents of infants based on their needs. Therefore, it is important that nurses have a basic knowledge of child rearing, breastfeeding and the emotional health of parents and children, while observing the physical development of the child.
  Keywords: Breastfeeding, infant sleep, co-sleeping, sudden infant death syndrome (SIDS), child rearing.

Samþykkt: 
 • 28.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/18476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiga_brjostagjof_og_svefnvenjur_ungbarna_samleid.pdf348.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna