is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18483

Titill: 
  • Áföll og félagsleg áföll í kvíðaröskunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áföll hafa nær eingöngu verið rannsökuð í tengslum við áfallastreituröskun. Til þess að fá greininguna áfallastreituröskun þarf að hafa upplifað vissan atburð og sýna einkenni áfallastreituröskunar. Nýlega hafa rannsóknir sýnt fram á að félagsfælnir gætu einnig hafa upplifað svokölluð félagsleg áföll sem gætu hafa leitt til röskunarinnar. Félagsleg áföll eru ekki skilgreind sem áföll samkvæmt greiningarskilmerkjum. Neikvæðir eða streituvekjandi félagslegir atburðir, eins og og að verða sér til skammar, hafa flestir upplifað í daglegu lífi en eru yfirleitt ekki túlkaðir sem áföll, en til langs tíma og í alvarlegri tilvikum eins og einelti gæti verið um að ræða félagslegt áfall. Flestir fræðimenn eru sammála um að félagsleg áföll séu frábrugðin þeim áföllum sem falla undir viðmið áfallastreituröskunar. Aðgreiningin á áföllum og félagslegum áföllum er þó ekki nógu skýr, það er hvort félagslegu áföllin séu á einhvern hátt áhrifaminni eða öðruvísi en áföll í áfallastreituröskun. Rannsóknir hafa sýnt að viðbrögð og upplifun þeirra sem lenda í félagslegum áföllum geti svipað mjög til þess sem gerist í áfallastreituröskun. Í báðum tilvikum, áföllum og félagslegum áföllum, virðist túlkun (e. appraisal) skipta lykilmáli í því að greina á milli hverjir fái áfallastreituröskun eða félagsfælni út frá atburðunum. Túlkun er mat hvers og eins á því sem gerðist, hvernig atburðir eru túlkaðir getur haft áhrif á líf viðkomandi. Nýlegar kenningar fjalla um hlutverk túlkunar í áfallastreituröskun, það er neikvæð túlkun á áfallinu getur leitt til þess að líklegra sé að þróa með sér röskunina. Hægt er að byggja á líkönum um túlkun í áfallastreituröskun til að skýra tilurð og viðhald félagsfælni ef röskunin er tilkomin út frá neikvæðri túlkun á félagslegu áfalli. Þörf er á frekari rannsóknum á efninu og betri skilgreiningu á félagslegu áfalli.

Samþykkt: 
  • 28.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áföll og félagsleg áföll í kvíðaröskunum.pdf158.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna