en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/18486

Title: 
  • Title is in Icelandic Kælimeðferð í kjölfar hjartastopps. Fræðileg samantekt
  • Therapeutic hypothermia after cardiac arrest. Theoretical thesis
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Líkamskæling sem meðferð eftir hjartastopp felur í sér að kæla líkama sjúklinga í kjölfar endurlífgunar niður í 32-34°C. Hjartastopp hefur í för með sér skerðingu á blóðflæði, sem getur leitt til súrefnisskorts í heila. Líkamskæling minnkar efnaskiptahraða og súrefnisþörf umtalsvert, sem dregur úr frumudauða og þar af leiðandi verndar kælingin miðtaugakerfið. Evrópska endurlífgunarráðið (ERC) mælist til að sjúklingar séu kældir í 12-24 klukkustundir og ætti kælimeðferðin að hefjast sem fyrst. Á Íslandi var kælimeðferð eftir hjartastopp fyrst hafin árið 2002 og formlegar klínískar leiðbeiningar settar fram árið 2004.
    Markmið þessarar samantektar var að gera úttekt á kælingu sem meðferð eftir hjartastopp en fram hefur komið að skortur er á heildrænni nálgun á efninu, þá sérstaklega í hjúkrunarfræðilegu samhengi. Í rannsóknarvinnunni var leitast við að svara spurningum á borð við: Hvað er kælimeðferð eftir hjartastopp? Af hverju kæling sem meðferð eftir hjartastopp?; hvaða kælingaaðferðir er stuðst við?; hverjar geta afleiðingar kælimeðferðar verið?; og hver eru afdrif sjúklinga í kjölfar kælimeðferðar? Einnig var beint sjónum að áhrifum kælimeðferðar á aðstandendur.
    Niðurstöður sýna að kælimeðferð eftir hjartastopp hefur í flestum tilfellum sýnt fram á góðan árangur fyrir sjúklinga. Árangurinn er talin betri hjá sjúklingum með sleglatif og sleglahraðtakt sem hjartastoppstakt, borið saman við sjúklinga með rafleysu og rafvirkni án dæluvirkni. Evrópskar leiðbeiningar sýna að innri og ytri kæling samtímis sé árangursríkasta kælimeðferðin. Kælimeðferð eftir hjartastopp getur valdið líkamlegu og andlegu álagi, en sjúklingar geta upplifað þunglyndi, þreytu og kvíða í kjölfar meðferðar. Fram hefur komið að meirihluti sjúklinga sem fá kælimeðferð í kjölfar hjartastopps geta á fullnægjandi hátt sinnt sínum daglegu athöfnum á ný.
    Álykta má að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsfólk sem starfar við bráðaþjónustu sé vel meðvitað um mikilvægi kælimeðferðar svo hægt sé að hefja meðferðina sem fyrst í kjölfar hjartastopps.

Accepted: 
  • May 28, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18486


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kælimeðferð í kjölfar hjartastopps.pdf1.19 MBOpenHeildartextiPDFView/Open